Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags • = Fyrir 2700 milljónum ára Heilkjörnungar Dýr 4. mynd. Ættartré lífvera þar sem rótin er sett á milli raunbaktería og forn- baktería/heilkjörnunga. Gildari línurnar tákna hitakærar bakteríur. þriggja eru sundurleitari en fyrr- nefnd kerfi. Athyglisvert er þó að DNA-fjölliðarar fornbaktería og heilkjörnunga eru skyldir en aðal- fjölliðari raunbaktería er þeim ólík- ur.12 Sá mikli munur sem er á eftir- myndunarkerfum veldanna bendir til þess að eftirmyndun DNA hafi enn verið í mótun þegar þróunar- leiðir þeirra skildust. Litninga- skipulag kann líka að hafa verið í mótun á þeim tíma. Að líkindum hafa litningar í upphafi verið stuttir og ef til vill umritaðir í heild frá enda til enda. LÍFSINS TRÉ Það hefur aldrei farið á milli mála að veldin þrjú eru greinar af sama meiði. Samanburður á rRNA-sam- eindum einum saman nægir hins vegar ekki til að skera úr um inn- byrðis afstöðu þeirra á tré lífsins og gefa trénu rótartengsl. Til þess að ræta tréð varð að grípa til annarra ráða. Mönnum tókst það með því að notfæra sér skyld prótín sem kóðuð eru af genum sem augljóslega hafa tvöfaldast áður en þróunarbrautir veldanna þriggja aðgreindust. Bæði genin sem fram komu við tvöföld- unina finnast enn í öllum veldunum þremur. Samanburður og skyld- leikagreining á slíkum prótínum nær því í tíma fram fyrir síðasta sameiginlega forföður allra lífvera, síðasta allraáann.13,14 Tré sem þannig er rætt sést á 4. mynd. Rótin liggur á milli raunbaktería arrnars vegar og fornbaktería / heilkjörnunga hins vegar. Tréð styður þannig þær vísbendingar um skyldleika sem fengist hafa með samanburði á um- ritunar-, prótínmyndunar- og eftir- myndunarkerfum veldanna sem áður voru nefnd. Reyndar notfærðu menn sér m.a. ákveðin prótín sjálfs prótínmyndunarkerfisins við ræt- ingu trésins. Þetta tré gæti bent til þess að dreifkjarnaskipulagið sé hið upprunalega og að heilkjarna- fruman sé því af dreifkjörnungi komin. Hins vegar ber að hafa í huga að erfitt er að segja til um á hvaða stigi ýmis einkenni frumuskipulags voru þegar þróunarleiðir skildi. Hvert var t.d. skipulag litninga eða frumuhimnu? Ekki eru allir sannfærðir um þessa rætingu líftrésins. Færð hafa verið rök íyrir því að fyrstu skilin hafi verið þegar frumheilkjömtmgar greindust frá fmmdreifkjömrmgum (5. mynd). Annars vegar var þetta niðurstaða ættfærslu skyldra prótína með nýjum aðferðum,15 hins vegar er því haldið fram að grundvallarskipulag heil- kjamafmmu sé að líkindum eldra en dreifkjamaskipulagið og heilkjörn- ungar geti tæpast verið komnir af dreifkjamafmmu.15,16 Litningar hafi í upphafi verið margir og línulegir, líkt og er í heilkjamafmmum, og hring- laga litningar dreifkjömunga trúlega síðari tíma uppfinnirrg. Einnig er bent á að RNA-sameindir gegna fleiri lilutverkum í heilkjömungum en í dreifkjömungum, t.d. við splæsingu RNA-sameinda og við frágang á litningaendum.16 Heilkjömungar hafi varðveitt þessi RNA-störf frá fomri tíð en dreifkjömungar lagt þau fyrir róða.15,16 í þessum tilgátum er gert ráð fyrir að hvatberar og grænukom í umfiymi heilkjömunga hafi komið til sögunnar á síðari stigum frumu- þróunar. HEILKJÖRNUNGAR FORNBAKTERÍUR RAUNBAKTERÍUR 5. mynd. Ættartré lífvera þar sem rótin er sett milli heilkjörnunga og raunbakt- ería/fornbaktería. Hér er gert ráð fyrir að allar þróunarbrautirnar hafi farið í gegnum stig þar sem skipulag erfðaefnis og efnaferla einfaldaðist (blár litur) eða varð flóknara (rauður litur).15 97

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.