Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 28
Náttúrufræðingurinn VlÐ RÓT LÍFSINS Ef við hugsum okkur að hinar þrjár greinar á meiði lífsins hafi átt sér eina sameiginlega áafrumu þá hlýtur hún, þ.e. sú síðasta sameigin- lega, að hafa verið mjög vel úr garði gerð. Hún hefur haft DNA sem erfðaefni og kerfi umritunar og prótínmyndunar hafa verið svipuð því sem gerist í nútímafrumum, með þeim fyrirvörum sem áður var greint frá. Efnaskipti hafa líka verið með svipuðu sniði og nú, t.d. hafa bæði niðurrifsferill glúkósa og sítrónsýruhringur verið þróaðir. Sömuleiðis myndunarbrautir amínó- sýra, kima og margra annarra smá- sameinda. Ovíst er þó með ljós- tillífun, því hún er einungis þekkt í raunbakteríum og afkomendum þeirra, grænukornum plantna. Ef reiknað er með því að síðasti allra- áinna hafi ráðið yfir þeim efnaferlum sem nú em sameiginlegir með öllum veldunum hefur hann þurft að hafa mörg hundruð gen. Hann gæti þá hafa verið margbrotnari að gerð en minnstu þekktu bakteríufrumurn- ar i7,i8 pn er víst að slíkur ofurái hafi nokkum tíma verið til? Carl Woese hefur haldið því fram að í rót líftrésins hafi í raun ekki verið um aðgreindar frumulínur að ræða.10,19 Þar hafi hins vegar verið breytilegt safn fmmstæðra fmmna sem auðveldlega gátu skipst á efni. f fyrstu frumunum sem bæði gátu búið til prótín og höfðu DNA sem erfðaefni hafi ónákvæmni í prótín- myndun verið mikil og stökk- breytingatíðni há. Litningar hafi væntanlega verið margir og gen með skylda starfsemi oft saman á litningi. Að líkindum hafi verið mörg eintök af þessum litlu litningum í fmmu og dreifing þeirra við frumuskiptingu tilviljunar- kennd. Fmmur hafi getað skipst á erfðaefni, t.d. heilum litningum. Þær hafi verið mjög breytilegar og hafi sem safn borið mun margbreytilegri erfðaboð en nokkur ein þeirra bjó yfir. Rót lífsins teygir sig samkvæmt þessu niður í fjölskrúðugt frumu- safn frekar en í afmarkaða línu áa- frumna. I fmmusafninu hafi tegund- ir í nútímaskilningi ekki verið til.10,19 Frumur á fyrstu stigum frumu- þróunar hafa verið kallaðar ár- fmmur (progenotes). Smám saman hafa árfrumur þróast. Nákvæmni náðist í prótín- myndun, umritun gena og eftir- myndun DNA og sérhæfðum pró- tínum fjölgaði. Litningar stækkuðu og jöfn skipting erfðaefnis við fmmuskiptingu var tryggð. Hinar mistæku árfrumur breyttust í nútímalegar fmmur. Jafnframt dró úr skiptum á erfðaefni milli lífvera. Frumulínur tóku að myndast og þróast hver í sína áttina. Þau þrjú veldi lífs sem við þekkjum eru afsprengi slíkra frumulína en líklegt má telja að þær hafi verið fleiri í upphafi. Ekki er gott að segja hversu langt fmmuþróun var á veg komin þegar veldin greindust að. Þó virðist, eins og fyrr var greint frá, sem þróun prótínmyndunarkerfis hafi verið langt á veg komin, umritunarkerfis nokkm skemur en efúrmyndunar- kerfi enn í mótun. Þetta styður þá kenningu að kerfi prótínmyndunar hafi mótast fyrst þessara kerfa.10 Það hefur að öllum líkindum þróast af gmnni RNA-lífvísa og enn gegna RNA-sameindir, rRNA og tRNA, meginhlutverkum við prótínsmíð. Þau fjölmörgu prótín sem nú gegna líka hlutverkum við prótínsmíð hafa komið síðar til sögunnar. VORU FYRSTU LÍFVERURNAR HITAKÆRAR? Þegar líftré líkt og það sem sýnt er á 4. mynd er skoðað vekur það athygli að ofurhitakærar bakteríur raða sér á neðstu hliðargreinar bæði raun- bakteríu- og fornbakteríugreinar- innar. Bakteríur sem lifa við miðl- ungshita og mega kallast ylkærar skipa ytri hliðargreinamar. Það á t.d. við um bæði metanbakteríur og saltkærar bakteríur meðal forn- 6. mynd. Patrick Forterre (f. 1949). baktería. Þetta hefur þótt benda til þess að ylkærar bakteríur séu af ofurhitakæmm komnar og jafnvel að allra fyrstu lífvemmar hafi verið ofurhitakærar.20 Slík skýring sam- ræmist vel kenningum Gúnters Wáchtersháuser sem gera ráð fyrir að lífið hafi fyrst kviknað við heita hveri í sjó.21,22 Þessar uppástungur hafa ekki fengið að vera óáreittar. Sérstaklega hefur verið dregið í efa að hinir fyrstu lífvísar hafi getað dafnað við háan hita. Bent hefur verið á óstöðugleika niturbasa og RNA- sameinda við háan hita og talið ólíklegt að RNA hafi getað myndast og RNA-lífvísar þróast við slík skilyrði.23,24 Miklu líklegra sé að slíkir lífvísar hafi þróast við miðl- ungshita og verið ylkærir frekar en hitakærir. Hugsanlegt væri að að- lögun að háum hita hefði átt sér stað í rót líftrésins áður en megingreinar trésins tóku að myndast. Samkvæmt kenningu sem franski sameinda- líffræðingurinn Patrick Forterre (6. mynd) hefur sett fram er skýringin þó enn önnur.25 Hinar fyrstu fmmur hafi ekki verið hitakærar, en forfeður bæði fombaktería og raunbaktería hafi snemma lagað sig að háum hita, sennilega af illri nauðsyn. Forfeður heilkjömunga hafi hins vegar ekki gert það. Greinilega hentar það þessari skýringu að rót líftrésins sé á milli raunbaktería og fombaktería a Allraáinn er þýðing höfundar á enska heitinu LUCA, Last universal common ancestor. 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.