Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags artnars vegar og heilkjömunga hins vegar (5. mynd), enda aðhyllist Forterre þá tilgátu. Aðlögun að heitu umhverfi hafi m.a. lýst sér í því að litningar dreifkjörnunga urðu hring- laga en hringlaga DNA þolir betur hita en línulegt DNA. í annan stað hafi þær losað sig við ýmsar einþátta RNA-sameindir sem vom leifar frá RNA-tímanum og eru enn til í heilkjörnungum eins og fyrr var bent á. Þessar sameindir kunna að hafa verið einkar viðkvæmar fyrir hita. Enn fremur hafi komist á frumuskipulag sem leyfði að mRNA-sameindir væru skamm- æjar. I dreifkjörnungum eru þær nýttar við prótínsmíð jafnóðum og þær eru myndaðar en í heilkjörn- ungum þarf að flytja þær í gegnum kjamahimnu út í umfrymið. Líftími þeirra þarf því að vera miklu lengri en í dreifkjömungum. Slíkt hentar illa við háan hita. Samkvæmt tilgátu Forterres hafa heilkjörnungar því verið ylkærir frekar en hitakærir allt frá upphafi en bæði raunbakteríur og forn- bakteríur eiga skipulag sitt að vem- legu leyti að þakka aðlögun að heitu umhverfi. Síðar hafi ýmsar bakteríur lagað sig að lægri hita, bæði raun- bakteríur og fornbakteríur, og til eru nú þær sem kunna best við sig nálægt frostmarki. Tilgáta Forterres hefur vakið athygli en því fer þó fjarri að hún hafi hlotið samþykki allra sem um málið fjalla. ÓSAMRÆMI í ÆTTFÆRSLU GENA Skyldleikagreiningin sem Woese og Fox byggðu á þegar þeir skipuðu lífverum í veldin þrjú3 fólst einvörð- ungu í samanburði á rRNA-sam- eindum. Fljótlega lék mönnum forvitni á að vita hvort greining á ættartengslum skyldra prótína gæfi sömu niðurstöðu og styddi þrí- skiptinguna. Fjölmargar prótínfjöl- skyldur hafa verið athugaðar. Niðurstöðurnar stinga oft í stúf við veldaskiptingu Woese og Fox. Ólík- ar prótínfjölskyldur gefa hins vegar mismunandi niðurstöður. Athyglis- 7. mynd. Hvatberar, til vinstri Ijósmynd úr vert er að mörg af prótínum heil- kjörnunga reynast frekar vera í ætt við prótín raunbaktería en forn- baktería. T.d. virðast tveir þriðju hlutar af prótínum gersvepps vera þannig ættaðir.26,27 Líklegasta skýringin á „afbrigði- legri" ættfærslu einstakra prótína er almennt talin vera sú að gen hafi flust í talsverðum mæli á milli veld- anna þriggja.28 Athuganir á erfðaefni baktería hafa staðfest að flutningur erfðaefnis á sér stað milli tegunda. Þannig er talið að um 18% af genum bakteríunnar Escherichia coli séu aðflutt.29 Þau hafa basasamsetningu sem er frábrugðin dæmigerðri sam- setningu erfðaefnis tegundarinnar. Þessi gen hafa flust inn í erfðaefni E. coli á síðustu 100 milljón árum eftir að hún skildist frá systurtegund sinni Salmonella typhimurium.29 Flutningur gena á milli tegunda er stundum kallaður láréttur gena- flutningur. Margir telja að láréttur genaflutningur hafi verið mjög þýðingarmikill fyrir þróun bakteríu- tegunda og sé það enn. Til eru gen sem ekki virðast flytjast á milli velda og sýna sömu ættartengsl og rRN A-genin. Þetta eru einkum gen sem tilheyra prótín- myndunar-, umritunar- og eftir- myndunarkerfunum. í þessum kerf- um er samstarf prótína náið og þau hafa þróast til nákvæmrar samstill- ingar starfa. Þótt kerfin starfi í aðalatriðum eins í ólíkum tegundum hafa einstök prótín þróast með mis- munandi hætti og jafnframt sam- skipti þeirra við önnur prótín innan kerfanna. Ólíklegt er að prótín úr einni tegund geti komið í stað sam- Ytri himna Kambar rafeindasmásjá, til hægri skematísk mynd. svarandi prótíns úr annarri tegund í slíku kerfi, a.m.k. ef um fjarskyldar tegundir er að ræða. í nýlegri at- hugun var staðfest að meirihluti prótína sem tilheyra prótínmyndun- arkerfinu í raunbakteríum er ósnort- inn af láréttum genaflutningi.30 Þetta er lrka talið eiga við um rRNA-genin sjálf. Þrátt fyrir allmikinn láréttan genaflutning virðist því vera hægt að búa til áreiðanleg skyldleikatré bakteríutegunda. Vandinn eykst þó augljóslega eftir því sem farið er lengra aftur í tíma. ENN UM HEILK)ÖRNUNGA Hér að framan hefur verið rætt nokkuð um ætt og uppmna heil- kjömunga og hefur þá einvörðungu verið vísað til kjama og erfðaefnis. En eins og áður var drepið á og sjá má á 3. mynd hafa heilkjarnafmmur í umfrymi sínu frumulíffæri sem ekki eiga sér hliðstæðu í dreifkjörn- ungum. Hvatberar (7. mynd), sem em líffæri öndunar, em í fmmum langflestra heilkjörnunga og í frumum grænna plantna em að auki grænukom (8. mynd) þar sem ljós- tillífun fer fram. Þessi frumulíffæri hafa sitt eigið erfðaefni þótt ekki sé það mikið að vöxtum eða gena- margt. Fjöldi gena í hvatbera-DNA er mismunandi eftir tegundum en þau eru innan við 100 í öllum þeim tegundum sem hafa verið at- hugaðar.31 Hvatberar mannsins hafa gen fyrir aðeins 13 prótín auk 24 gena fyrir tRNA og rRNA. Bæði hvatberar og grænukom hafa sitt eigið prótínmyndunarkerfi. Undir lok nítjándu aldar var sett 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.