Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 32
Náttúrufræðingurinn
S
Arni Hjartarson
Nútímahraun í Skagafirði?
k\2v3^
Svartárdalur. Örin bendir á staðinn þar sem Trausti Einarsson fann hraunið. Myndin
erfengin af Atlaskorti LÍ kortadiski 2 og birt með leyfi Landmælinga íslands.
Ibók sinni Upper Tertiary and
Pleistocene Rocks in lceland, sem
kom út hjá Vísindafélagi íslend-
inga árið 1962, minnist Trausti
Einarsson á lítið hraun sem hann
telur að hafi runnið á nútíma í Svart-
árdal innarlega í Skagafirði. Frá
þessu segir hann í smáaleturstexta
sem skotið er inn í megintextann
sem fjallar um unglegar brotalínur
og misgengi í berggrunninum. í
málsgreininni segir svo:
„Þeim [þ.e. brotalínunum] tengist
hugsanlega lítið eldgos sem orðið hefur
í Svartárdal eftir ísöld og hefur skilið
eftir sig örlítið hraun. Staðurinn er á
austurbakka Svartár, í 350 m hæð yfir
sjávarmáli, 1,8 km suður afeyðibýlinu
Ölduhrygg. Ofan við staðinn getum
við rakið langan, 8-10 m þykkan hjalla
meðfram ánni. Efsti hluti hjallans er úr
afar grófri möl með hnullungum sem
eru allt að metri í þvermál. Hraunið,
sem er vart meira en 20-30 m breitt,
liggur á þessari grófgerðu möl á ár-
bakkanum. Það er að hluta til þakið
ármöl. Hraunið virðist vera frá því
snemma á nútíma. Svo er að sjá sem
því hafi ekki verið veitt eftirtekt fyrr"
(bls. 22, þýtt úr ensku afÁH).
Staður þessi er afskekktur og
hefur lítið verið skoðaður af jarð-
fræðingum. Þó fór ég með Sveini
Jakobssyni jarðfræðingi inn í Svart-
árdal síðsumars 1972 til að huga að
hrauninu. Við höfðum nauman tíma
og lentum í myrkri áður en við höfð-
um fullkannað svæðið. Þá snerum
við tómhentir á brott. Ég kom síðan
ekki í Svartárdal fyrr en sumarið
1999 og svo aftur 2001 og gerði í
bæði skiptin leit að hrauninu. Einnig
hélt ég úti fyrirspurnum um það.
Þótt Svartárdalur sé víðsfjarri gos-
beltum landsins og mörgum kunni
að finnast hann ólíklegur vettvangur
eldsumbrota, fellur hann ekki illa að
hugmyndum mínum um nýlega
gliðnun og eldvirkni í Skagafirði.
Allt frá dögum Helga Péturss og
Jakobs Líndal hefur mönnum verið
Ijóst að í héraðinu eru unglegar gos-
myndanir og hugsanlegt er að
síðustu fjörbrot eldvirkninnar hafi
orðið á nútíma eða á síðasta
jökulsekeiði. En þrátt fyrir nákvæma
leit hefur mér ekki tekist að finna
hraunið. Misgengin og brotin sem
Trausti lýsir í bókinni eru á sínum
stað og einnig malarhjallinn og
hnullungarnir, en ekkert nútíma-
hraun hef ég séð og raunar ekkert
sem líkist hrauni. Trausti var
reyndur jarðvísindamaður og vanur
foldarvinnu og hafði rannsakað
eldgos og hraun, skrifaði til að
mynda mikið um Heklugosið
1947-1948. Það virðist útilokað að
honum hafi missýnst og talið eitt-
hvað vera ungt eldhraun sem ekki
var það. En hvar er hraunið þá? Það
gæti hafa horfið í jarðveg og gras á
þeim 40 árum sem liðin eru frá því
Trausti var á ferð, einnig er hugsan-
legt að áin hafi skolað því brott eða
að staðsetning Trausta sé ótraust á
einhvern hátt. Allt þetta eru þó
fremur ólíklegar tilgátur en þar til
einhver finnur umrætt hraun á ný
verður tilvera þess vafa undirorpin.
Heimild
Trausti Einarsson 1962: Upper Tertiary and
Pleistocene rocks in Iceland. Societas
Scientiarum Islandica XXXVI, Reykjavík.
197 bls. + kort.
UM HÖFUNDINN
Árni Hjartarson (f. 1949)
lauk B.Sc-prófi í jarð-
fræði frá Háskóla íslands
1974 og M.Sc.-prófi í
vatnajarðfræði frá sama
skóla og Ph.D.-prófi frá
Kaupmannahafnarhá-
skóla 2004. Hann hefur
starfað sem sérfræðingur
hjá Orkustofnun og
starfar nú hjá íslenskum orkurannsóknum.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Árni Hjartarson
ah@isor.is
íslenskar orkurannsóknir/Iceland
Geosurvey
Grensásvegi 9
IS-108 Reykjavík
102
Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), 2005