Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 34
Náttúrufræðingurinn gróður geti ekki veitt ungum skjól gegn afráni. Þó að mestur hluti núverandi varpútbreiðslu sílamáfa á Miðnes- heiði sé á landi með lágum gróðri og aðstæður oft þannig að álegufuglinn sér vel frá sér, einskorðar tegundin sig ekki við þess háttar varpstaði. Hérlendis eru sílamáfshreiður stund- um á stöðum þar sem álegufuglinn sér illa frá sér, svo sem í hraun- gjótum, milli steina og í mýrlendi með kjarri. Sumarið 2005 var farið um tvö svæði á núverandi út- breiðslusvæði sílamáfa á Miðnes- heiði þar sem lúpínubreiður er að finna (1. mynd). Á báðum stöðum fundust nokkur sílamáfshreiður inni í lúpínunni (2. mynd). Ekki verður fullyrt um það hér hvort lúpína eða annar hávaxinn gróður geti haft neikvæð áhrif á varp sílamáfa. Ljóst er þó að máfar eiga það til að verpa í háum gróðri þar sem þeir sjá illa frá sér, svo sem í lúpínu. Nauðsynlegt er að kanna varpárangur hjá sflamáfum í lúpínu- 2. mynd. Sílamáfshreiður ílúpínubreiðu á Miðnesheiði íjúm'2005. Ljósm.: Gunnar Þór Hallgrímsson. breiðum og bera saman við önnur aðgerða gætu e.t.v. orðið þveröfug svæði áður en ráðist er í fækkunar- við það sem stefnt er að. aðgerðir af þessu tagi því áhrif slíkra Heimildir 1. Finnur Guðmundsson 1955. íslenskir fuglar XII. Sflamáfur (Larus fuscus). Náttúrufræðingurinn 25. 215-226. 2. Gunnar Þór Hallgrímsson & Páll Hersteinsson 2004. Varpstofn sílamáfs á Miðnesheiði sumarið 2004 - könnun á stærð og útbreiðslu varpsins. Skýrsla til Flugmálastjómar. 8 bls. 3. Agnar Ingólfsson «Sc Jón Gunnar Ottósson 1975. Rannsóknir á umferð fugla við Keflavíkurflugvöll. Líffræðistofnun Háskólans. 40 bls. 4. Páll Hersteinsson, Þorvaldur Björnsson & Agnar Ingólfsson 1989. Skýrsla um fækkun máfa með skotvopnum á Keflavíkurflugvelli í júlí 1987. Óbirt skýrsla. 7 bls. 5. Páll Hersteinsson 1989. Skotveiðar á sílamáfum á Suðurnesjum sumarið 1989. Óbirt greinargerð. Veiðistjóraembættið. 10 bls. 6. Páll Hersteinsson 1989. Mögulegar aðgerðir til fækkunar sílamáfum á höfuðborgarsvæðinu. Greinargerð til Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Veiðistjóraembættið. 16 bls. 7. Páll Hersteinsson, Arnór Þórir Sigfússon & Þorvaldur Þ. Björnsson 1990. Varpstofn sílamáfs og tilraunaveiðar á máfum á Suðvesturlandi árið 1990. Sérrit Veiðistjóraembættisins 1. 1-20. 8. Calladine, J. 1997. A comparison of Herring Gull Larus argentatus and Lesser Black-backed Gull Larus fuscus nest sites: their characteristics and relationships with breeding success. Bird Study 44. 318-326. 9. Kim, S.Y. & Monaghan, P. 2005. Effects of vegetation on nest microcli- mate and breeding performance of Lesser Black-backed Gulls (Larus fuscus). J Ornithol 146.176-183. 10. Brown, R.G.B. 1967. Breeding success and population growth in a colony of Herring and Lesser Black-backed Gulls (Larus argentatus and fuscus). Ibis 109. 502-515. 11. Davies, J.W.F. & Dunn, E.K. 1976. Intraspecific predation and colonial breeding in Lesser Black-backed Gulls Larus fuscus. Ibis 118. 65-77. PÓSTFANG HÖFUNDA/AuTHORS’ ADDRESSES Gunnar Þór Hallgrímsson gunnih@hi.is Náttúrustofu Reykjaness Garðvegi 1 245 Sandgerði og Líffræðistofnun Háskólans Sturlugötu 7 101 Reykjavík Sveinn Kári Valdimarsson nr@nr.is Náttúrustofu Reykjaness Garðvegi 1 245 Sandgerði Páll Hersteinsson pher@hi.is Líffræðistofnun Háskólans Sturlugötu 7 101 Reykjavík Um höfunda Gunnar Þór Hallgrímsson (f. 1979) lauk BS-prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands 2004 og vinnur nú að doktors- verkefni í fuglavistfræði við sama skóla. Hann vann á Náttúrufræðistofnun íslands sumurin 1999-2002 og auk þess tímabundið 2000 og 2004. Gunnar starfar nú á Náttúrustofu Reykjaness. Sveinn Kári Valdimarsson (f. 1967) lauk BS-prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands 1992 og doktorsprófi í dýra- fræði frá Glasgow-háskóla 1997. Að loknu námi vann Sveinn í Skotlandi að rannsóknum á atferli, þroskun og vistfræði laxfiska. Hann var ráðinn forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness 2002 og hefur starfað þar síðan. Páll Hersteinsson (f. 1951) lauk B.Sc. (Honours) prófi í lífeðlisfræði frá háskólanum í Dundee, Skotlandi, 1975 og D.Phil.-prófi í dýrafræði frá Oxfordháskóla á Eng- landi 1984. Páll var veiðistjóri 1985-1995 og hefur verið prófessor við Háskóla íslands frá 1995. 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.