Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 38
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. „Tarpan"hestur í Póllandi. Takið eftir rákum á baki og aftan á framfótum og bletti á makka. - Tarpan horse in Polland. Notice the stripes on the hind andfront legs and the spot under the mane. Ljósm.lphoto: Anna Guðrún ÞórhaUsdóttir. hesta, svo sem andalúsíuhestanna. Þetta hestakyn er að finna við Coruche á láglendinu við Sorraia- ána, þar sem veiðilendur portúgal- ska kóngafólksins voru öldum saman. Svæðið var því lokað al- 5. mynd. Rákir á baki tarpanhests. - Stripes on the back of a tarpan horse. Ljósm./photo: Anna Guðrún Þórhalls- dóttir. menningi og átti það án efa þátt í því að þetta hestakyn viðhélst um aldir. Samkvæmt rannsóknunum eru sorraia-hestamir alls óskyldir öðrum hestum, bæði á Pýreneaskaga og annars staðar, og virðast því í raun vera fornt villihestakyn. Annað dæmi eru þýsku senner- og dúl- mener-hestarnir. Senner-hestarnir eru sagðir afkomendur einnar tiltekinnar hryssu, David, er fæddist 1725 og reyndist hvatberaerfðaefni þeirra vera alveg einstakt.10 Sama gildir um dúlmener-hestana sem er að finna í Merfelder Bruch hjá Dulmen í Westfalen. Þessara hesta er fyrst getið 1316 og voru þeir þá þegar taldir fornir villihestar.10 Samkvæmt rannsóknum Jansen og félaga10 eru þessir hestar sérstakt kyn og virðast þeir lítið sem ekkert hafa blandast öðrum hestum. Engin sýni úr pólsku konik- hestunum voru í þessum rann- sóknum, en þeir hestar hafa oftast verið taldir standa næst hinum foma evrópska villihesti sem nefndur var tarpan. Tarpaninn var eitt sinn að finna villtan í Evrópu, frá Rússlandi allt til Spánar. Síðasti villti tarpaninn dó 1880 í Úkraínu, en síðasti hreini tarpanhesturinn sem vitað er um dó í dýragarðinum í Munchen 1887. í Póllandi var þá til töluvert af tarpan- blönduðum hestum, þar sem pólskir bændur höfðu lengi haft þann sið að fanga villta tarpanhesta og kynbæta með þeim sína eigin hesta. Blending- arnir vom kallaðir konik-hestar. Um 1930 var markvisst hafið að safna saman og rækta fram einstaklinga sem líktust sem mest hinum gömlu villtu tarpanhestum. Vom þar að verki bæði þýskir og pólskir dýra- fræðingar. Við endurgerðina vom notuð ýmis gömul evrópsk kyn sem talið var að hefðu fom einkenni, t.d. íslenski hesturinn, gotlandshesturinn og takhi-hesturinn. Aðallega var þó stuðst við þá pólsku konik-hesta sem höfðu sterkust einkenni tarpan- hestanna (Marek Borkowski, pers. uppl.). Hinn endurgerði tarpan líkist

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.