Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 11. mynd. Afrtkuasninn. - The African donkey. Úr/From: Animal: The definative visual guide to the world's wildlife. Dorling Kindersley, London. tegundir (sjá að framan). Litninga- fjöldi þeirra er nokkuð breytilegur (50-56) og einnig er töluverður breytileiki í útliti og hegðun. Helstu afbrigði eða undirtegundir sem hafa verið skilgreindar eru kiang-asrúim í Tíbet, onager-asnmn í Iran, kulan- asninn frá Túrkmenistan og Kasak- stan, finschii-asninn í Kasakstan, khur-asninn frá Indlandi, luteus sem finnst í N-Kína og sunnanverðri Mongólíu og hemionus-asnínn sem lifir í N-Mongólíu. Hemipus-asnann var að finna í Sýrlandi, en hann dó út árið 1927.21 Fæðunám OG MELTING Hestar tilheyra ættbálki hófdýra (Perissodactyles), en hófdýrin ásamt ættbálki klaufdýra (Artiodactyles) eru þau dýr sem kallast í daglegu tali grasbítar. Til hófdýra teljast auk hesta nashymingar og tapírar, alls 17 tegundir.22 Tegundir klaufdýra eru miklu fleiri og fjölbreyttari. Fyrir utan nautgripi, sauðfé, geitur og svín teljast flóðhestar, kameldýr, antilópur og gíraffar til klaufdýra. Þróunarsögulega eru hófdýrin eldri og komu fram þó nokkru fyrr en klaufdýrin.23 Forfeður hófdýranna voru komnir fram á sjónarsviðið fyrir um 55 milljón árum (eósen) en forfeður klaufdýranna síðar og þau verða fyrst áberandi fyrir um 38 milljón árum (eósen/óligósen). Jórtrandi klaufdýr komu fyrst fram fyrir um 30 milljón árum en náðu ekki verulegri útbreiðslu fyrr en fyrir um 10 milljón árum (míósen).23 Samtímis fjölgun klaufdýranna fækkaði hófdýrunum. Ættkvíslir í hestaættinni voru flestar fyrir 14 milljón árum en þeim fækkaði jafnt og þétt um leið og jórturdýrunum fjölgaði.1,24,25 Margir hafa talið að fækkun hrossanna hafi beinlínis verið afleiðing af fjölgun jórtur- dýranna, en einnig hefur verið bent á að fækkun hrossategunda gæti tengst aukinni útbreiðslu graslendis og tilkomu C4-grasa en þau eru trénisríkari en C3-grös sem komu fram fyrr og eru nú ríkjandi á norðurslóðum.24 Graslendi fer að breiðast út á míósen, fyrir um 18 milljón árum. Fram að þeim tíma hafði rakt skóg- lendi verið ríkjandi en með þurrara loftslagi jókst hlutdeild grasa og graslendis.26 Af tönnum elstu stein- gervinga hóf- og klaufdýra má ráða að meginfæða þeirra voru laufblöð ýmiskonar tvíkímblöðunga,26 en með aukinrd útbreiðslu graslendis fækkaði hestum sem voru sérhæfðir í kvist- og runnagróðri. Síðasta eiginlega kvist- og runnaæta hesta- ættarinnar dó út í lok ísaldar fyrir um 10 þúsund árum1 (sjá framar). Með tilkomu grasa og graslendis opnuðust ný búsvæði og fjölgaði tegundum grasbíta, bæði hrossa og jórturdýra, verulega.1 Nýting gras- anna var þó nokkrum erfiðleikum háð. Grös innihalda mikið magn af sellulósa og/eða öðrum ill- og ómeltanlegum trefjum og liggur oft stór hluti orkunnar í grösunum í slíkum trefjum.27 Nýting grasanna byggðist því á að geta brotið niður trefjarnar til að losa um orkuna. Meðal grasbítanna þróaðist ekki hvati (sellulasi) sem brýtur niður sellulósann heldur komst á samlífi með örverum sem gátu brotið niður sellulósann. Sú staðreynd að ekki er vitað um neinar lífverur aðrar en örverur sem hafa í sér hvata sem vinnur á þ-bindingum sellulósa 28,31 er ein af ráðgátum þróunarfræð- innar. Með samstarfi örveranna og grasbítartna varð ör þróun meðal þeirra síðarnefndu. Bæði hestar og jórturdýr tóku upp þetta samstarf við örverur, en á ólíkan hátt.^Meðal jórturdýranna þróuðust tegundir með stóra vömb, sem er staðsett framan við himi eiginlega maga, og þar fer örverumeltingin fram.29 Meðal hesta þróaðist örverumelting aftur á móti í ristlinum, sem kemur á eftir hinum eiginlega maga.30 Það tekur tíma fyrir örverurnar að brjóta niður trefjamar og því lengri tími sem gefst fyrir meltinguna því meiri orku er hægt að ná út úr fæðunni.31 Það er því mikilvægt að hægja á ferð trefjaríks fóðursins í gegnum melt- ingarveginn. Meðal jórturdýranna komu fram tegundir með stærri vömb, sem réðu við að melta trefja- ríkasta fóðrið.32 Samfara þessu urðu þær tegundir sem lifðu á trénis- ríkasta fóðrinu stærri.33 Ristill hest- anna þróaðist aftur á móti á þann veg að í honum mynduðust pokar og fellingar sem héldu aftur af fóðrinu svo það meltist betur.23 Nýjar hestategundir sem komu fram vom stærri en forveramir, því það hafði aðlögunargildi að hafa stóran ristil.33 En aðlögunargildi stækkunar líkamans var ekki einungis fólgið í stærri vömb undir örverumelúng- una. Hjá dýmm sem halda stöðug- um líkamshita er aðalorkutapið um yfirborðið.31,34 Því minna sem dýrið er því hlutfallslega stærra er yfirborð þess og að sama skapi meira orkutap. Lítil dýr þurfa því meiri orku á hvert kíló líkamsþyngdar 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.