Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Svo virðist sem uppruni svína, naut-
gripa, sauðfjár og vatnabuffla eigi
sér svipaða sögu og megi rekja til
tveggja svæða og þar með tveggja
meginstofna fyrir hverja tegund
húsdýrs.51 Geitur má hins vegar
rekja til þriggja eða fleiri svæða.14
Uppruni hrossa virðist vera mun
flóknari.10,12'14 Rannsóknir hafa leitt í
ljós mjög mikinn breytileika í
erfðaefni mismunandi hrossakynja,
sem bendir til mismunandi upp-
runa. Hafa þessar rannsóknir verið
túlkaðar á þann hátt að mertn hafi
ræktað hesta út frá mörgum stofn-
um, á mörgum stöðum og á mis-
munandi tímum. Vilá og félagar
benda á að svo virðist sem ræktun
allra annarra húsdýra, svo sem
hunda, nautgripa, sauðfjár og geita,
hafi hafist löngu áður en ræktun
hestsins hófst, jafnvel nokkur
þúsund árum fyrr.12 Ræktun hesta
virðist því ekki hafa hafist fyrr en
löngu eftir að menn fóru að temja
hesta, sem þeir virðast hafa tekið úr
mismunandi villtum stofnum.
Ræktunin hafi ekki hafist fyrr en
villtir stofnar hesta í Evrópu hafi
verið orðnir litlir og fáir, bæði vegna
ofveiði og breyttra umhverfis-
aðstæðna.12
FÉLAGSKERFI OG
FÉLAGSHEGÐUN
Eins og fram hefur komið þróuðust
forfeður hesta, sebrahesta og asna
með graslendinu þegar það kom til
sögunnar. Á sléttunum var ekki
hægt að dyljast fyrir rándýrum, þar
gilti að ná upp hraða til að flýja eða
safnast í hópa. Hestamir hópuðu sig
saman á sléttunum og fram komu
tegundir sem voru hæfar til að ná
upp miklum hraða.1 Fram koma
stærri tegundir með engar hliðartær,
svo eftir stóð ein tá (hófur). Jafn-
framt urðu breytingar á byggingu
og legu liða og sina í fótum.4 Seint á
míósen (fyrir 10-12 milljón árum)
þróaðist einnig „fótalæsing" sem
gerði hestum kleift að sofa
standandi án þess að eyða orku og
gerði þeim flótta auðveldari.52
Frumheimkynni hesta er því hin
opna slétta og félagskerfi þeirra
endurspeglar þær aðstæður sem
ríktu á sléttunum fyrr á tímum.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að tvö
félagskerfi fyrirfinnast meðal nú-
lifandi tegunda. Klingel varð fyrstur
til að greina þessi mismunandi
félagskerfi og nefndi þau félagskerfi
I og félagskerfi II.53 Aðalmunurinn á
þessum kerfum er að annars vegar
ver karldýrið hóp kvendýra en
helgar sér ekki óðal (félagskerfi I) en
hins vegar ver karldýrið óðal
(félagskerfi II).
Þær tegundir sem einkennast af
félagskerfi I eru ræktaði hesturinn,
takhi-hesturinn,54 sléttusebrinn og
fjallasebrinn.25 Grunneiningin er
fjölskylduhópur (stóð) sem saman-
stendur oftast af einu karldýri,
þremur (1-9) kvendýrum og eins til
fjögurra vetra afkvæmum þeirra.
Samband einstaklinga innan fjöl-
skylduhópanna er langvarandi.55
Afkvæmi af báðum kynjum hverfa
úr fjölskylduhópnum við kyn-
þroska. Ungu kvendýrin sameinast
fljótlega öðrum stóðum eða taka þátt
í að mynda nýja fjölskylduhópa sjálf.
Ungu karldýrin mynda sér hópa,
piparsveinahópa, og fara gömul
karldýr sem hafa misst völdin oft í
slíka hópa lfka.56,57 Þessi karldýr eru
oftast tvö til þrjú saman, sjaldan
fleiri en átta. Ólíkt fjölskylduhóp-
unum eru þessir hópar mjög
breytilegir og einstaklingar innan
þeirra koma og fara.25,53 Fyrir kemur
að tvö eða fleiri karldýr verja saman
stóð og þá mynda þeir bandalag þar
sem annar er ríkjandi og nýtur
forgangs í að fylja kvendýrin en hinn
ver hópinn og nær að fylja sum
kvendýrin.57 Ríkjandi karldýr halda
sig ásamt sínu stóði á sínu heima-
svæði. Heimasvæðin eru misstór
(1 48 km2) og fer það eftir aðstæðum
á hverjum stað og árstíðum hversu
hreyfanlegir einstaklingarnir eru.
Ríkjandi karldýr verja sinn hóp gegn
rándýrum og getur það verið
frumástæðan fyrir því hversu sterk
tengsl eru á milli þeirra og kven-
dýranna.21
Grévyis-sebrirtn, afríkuasninn og
tamdi asninn fylgja félagskerfi II.21,61
I því koma ríkjandi karldýr sér upp
óðali sem þeir verja meðan á fengi-
tíma stendur og þangað sækja kven-
dýrin, sem á öðrum tímum árs
ganga í fjölskylduhópum með
yngstu afkvæmum sínum.4,27,55
Minna er vitað um félagskerfi hinna
asnategundanna þar sem rann-
sóknir á þeim eru mjög takmark-
aðar.21,58
Mikið hefur verið fjallað um
hugsanlegar ástæður þess að tvö
ólík félagskerfi er að finna meðal
tegundanna. Klingel taldi að félags-
kerfi II væri upprunalegra og hefði
verið einkennandi á eósen fyrir um
50 milljón árum, í rökum og gróður-
sælum skógum tertíertímabilsins.53
Félagskerfi I, þar sem karldýrin verja
hóp kvendýra, hefði fyrst komið
fram á míósen (fyrir um 15 milljón
árum) þegar þomaði á jörðinni og
graslendin urðu ríkjandi.26 Klingel
telur eimrig að umhverfisaðstæður
ráði mestu um hvaða félagskerfi
verði ofan á.53 Á þurmm svæðum,
með mikinn árstíðabreytileika í
fæðuframboði, verði félagskerfi I
ríkjandi. Þar sem fæðuframboðið sé
tryggara allt árið og æxlun ekki eins
árstíðarbundin verði félagskerfi II
aftur á móti ríkjandi. Rubenstein
telur einnig að félagskerfi I verði
ofan á þar sem fæðuframboð sé
ótryggt og takmarkað.59 Rannsókn
Moehlman á villtum ösnum á tveim-
ur mismunandi svæðum í Banda-
ríkjunum, í eyðimörkinni í Dauða-
dal og á Ossabaw-eyju við Georgíu
þar sem er nægt fæðuframboð,
styður einnig þessa tilgátu.60,61
Félagskerfi þessara asna var mis-
munandi eftir því hvar þeir voru og
fylgdu þeir félagskerfi I í Dauðadal
en félagskerfi II á Ossabaw-eyju.62
Feh og félagar hafa hins vegar
fært rök fyrir því að trúlega skipti
hegðun rándýra sem herja á dýrin
meira máli fyrir gerð félagskerfisins
en magn og dreifing fæðu á heima-
svæðum þeirra.63 Þegar afrán er
mikið virðist vera val fyrir því að
dýrin séu alltaf í hópum. Máli sínu
til stuðnings benda þau á mongólska
asnann (E. hemionus luteus) sem er að
finna í Góbíeyðimörkinni í Mongól-
íu. Þar er fæðuframboð af skomum
skammti en eirtnig herja stórir úlfa-
hópar á asnana. Þessir asnar fylgja
113