Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn 12. mynd. íslensk hryssa, Perlafrá Skáney, með folald. - lcelandic tnare with her new- bornfoal. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. félagskerfi I, þar sem karldýr gengur með einu eða tveimur kvendýrum ásamt afkvæmum þeirra, og skiptir stóðasninn sköpum við að verja hópinn gegn árásum úlfanna. FÉLAGSLEGT ATLERLI RÆKTAÐA HESTSINS Oft heyrist að húsdýr hegði sér ólíkt villtum dýrum og að atferli þeirra sé ekki eins athyglisvert vegna þess að þau geti ekki sýnt sína náttúrulegu hegðun. Henni hafi þau tapað í þjónustu mannsins. Á síðari árum hefur áhugi martna á atferli húsdýra aukist til muna, bæði vegna vanda- mála sem koma upp við meðferð þeirra og vegna vaxandi áhuga á dýrunum sem slíkum. Hestar eru þar engin imdantekning. Víða um heim eru til stofnar sem eru afkomendur hesta sem sluppu úr haldi, urðu villtir og gátu tekið upp náttúrulega hegðun. Stofnstærð þessara villtu hesta er yfirleitt haldið í skefjum en að öðru leyti eru þeir látnir óáreittir. Sum stóðin eru blendingar en önnur eru sérstök kyn. Mjög misjafnt er hversu lengi stóðin hafa verið villt, sum í nokkra áratugi en önnur í árhundruð. Linklater bar saman félagskerfi þessara stofna, sem búa við margs konar umhverfisaðstæður, og dró þá ályktun að félagskerfið væri alls staðar af gerð I og hvergi væri því um eiginlega óðalshegðun að ræða.64 Fleiri fræðimenn hafa bent á þá staðreynd að þrátt fyrir að hafa verið húsdýr í nokkur þúsund ár hafi hesturinn ekki hafa tapað neinum þeim einkennum sem eru nauðsyn- leg til að komast af í náttúrunni.25,65 Hjá hrossum er stöðugleiki stóðs háður samböndum milli einstakl- inga og virðingarröð þar sem einn hestur er ríkjandi og aðrir raðast neðar, oft í beinni röð. Til að hest- arnir þekki sína stöðu og forðist hættuleg átök verða þeir að hafa mikil samskipti. Jákvæð samskipti koma fram í því að hrossin þefa hvert af öðru, þau kljást, þ.e.a.s. snyrta hvert annað, þau leika sér, þau eru nálægt hvert öðru þegar þau eru á beit og þegar þau hvílast.13,55,66 Hestarnir bindast sumum einstaklingum meira en öðrum, sem kemur fram í því að þeir eru meira með ákveðnum einstakl- ingum, þeir kljást meira við suma og þeir eiga sér leikfélaga.67 Neikvæð samskipti koma fram í því að hrossin ógna hvert öðru og stundum berjast þau til að komast að því hvar í röðinni þau eru. Oft er virðingar- röðin tengd aldri en ekki nauðsyn- lega kyni. Rannsóknir á stöðu stóð- hestsins í villtum stóðum hefur sýnt að það er ekki algilt að stóðhesturinn ráði yfir hryssunum. Það virðist vera háð ýmsum þáttum, svo sem aldri og reynslu bæði hans og hryssnanna í stóðinu.55,68 Það er mjög misjafnt hversu lengi stóðhestamir eiga sér hjörð. í Arizona ríktu stóðhestar að meðaltali aðeins í 2,1 ár en í 10 ár á Sable-eyjum við Kanada og á Assateague-eyjum í Maryland.56,69 Rannsóknir á félagshegðun hrossa víða um heim hafa verið stundaðar frá því á fyrri hluta síðustu aldar og náðu hámarki á 7., 8. og 9. áratugnum.55,64 Síðasta ára- tuginn hafa grunnrannsóknir á hálf- villtum og villtum stofnum verið fremur fáar en meira um hagnýtar rannsóknir á þáttum eins og að- búnaði og frjósemi.55 Höfundar þess- arar greinar hófu rannsóknir á Islandi á félagsgerð hópa án stóð- hesta árið 1996 í Skorradal og síðan hafa rannsóknir verið stundaðar á Skáney í Borgarfirði, Hólum í Skagafirði og Bessastöðum á Hegg- staðanesi (12. mynd).70 Greint verður frá rannsóknunum á félagsatferli hrossa á Skáney í Borgarfirði í Náttúrufræðingnum. SlJMMARY Horses and related species. Origin, evolution and behaviour Tlie paper gives a general review of the evolutionary history of Equidae (the horse family) and a short description of the extant species which all belong to the same genus: the horses, the three species of zebra and two species of donkeys. Fuller description of the living horses, i.e. the takhi (the Asian wild horse), the domestic horse and the rebuilt tarpan (the European wild horse) follows, and an account of the origin of the different breeds. Recent research on mitochondrial DNA indicates that the different breeds have multiple origins (77 foremothers) but are not descendants of a common 114
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.