Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 48
Náttúrufræðingurinn Númer fugls Nýveiddir Við sleppingu Létting (g) 994171 37,0 31,0 6,0 994172 30,5 25,0 5,5 994173 32,5 33,0 -0,5 994174 36,0 34,0 2,0 994175 40,0 32,0 8,0 9A14872* 32,0 27,0 5,0 Meðallétting 4,3 Staðalfrávik 3,06 Bil -0,5 til 8 g * Upphaflega merktur 29.10. 2003 í Asparlundi. 1. tafla. Þyngd snjótittlinga fyrir og eftir athugun. ljós að engin fræ eða fræhlutar gengu heilleg niður af fuglunum. Nánari tilraunir með spírun fræja úr driti komu því ekki til greina. Þessi athugun bendir því ekki til að útburður á fræi fyrir snjótittlinga á vetrum þjóni hagsmunum land- græðslu eða skógræktar. Umræður og ályktanir Niðurstöður tilraunarinnar benda til að snjótittlingar hæfi ekki til fræ- dreifingar á reyniviði vegna þess að þeir melta fræið að fullu. Annað gildir um skógarþresti, sem eru dýra- og jurtaætur en ekki fræætur. Þeir éta margskonar smáa hrygg- leysingja, s.s. bjöllur, langfætlur, kóngulær, tvívængjur, fiðrildalirfur, ánamaðka, vatnabobba og land- bobba.4 Ber eru sérlega eftirsóknar- verð, en þrestimir sækjast ekki eftir fræinu í berjunum heldur aldin- kjötinu. Á haustin sitja skógarþrestir um reynitrén, en alþekkt er hjá þrastategundum að einstaklingar helgi sér tré og runna og verji þau með kjafti og klóm.5 Reyniberin stoppa stutt við í maga þrastanna og skila þeir fræjunum ósködduðum út. Rannsóknir hafa sýnt að líklega bætir það spírunarmöguleika reyni- viðarfræs og vöxt að fara í gegnum þrastamaga og að áburðaráhrif eru fólgin í því að fræið blandast við þrastaskítinn.6 Árum saman hefur fólk vitað af þessu og nýtt sér þresti til að dreifa reynifræjum. Sem dæmi má nefna að skógræktandi í Skarfanesi í Landssveit hefur komið með berjahrúgu á haustin og sett á ákveðinn stað árvisst síðan 1990. Þrestimir sækja svo í berin og dreifa fræinu um svæðið. Eftir 20 ára tíma má sjá reynitré teygja sig upp úr kjarrinu í Skarfanesi (munnleg heimild Jón Grettisson). Því má segja að með því að bera reyniber út fyrir snjótittlinga að vetri, í þeim tilgangi að stunda landgræðslu eða skógrækt, sé verið að bera út fræ fyrir ranga fugla- tegund á röngum árstíma. Mjög litlar líkur eru á því að þetta nýtist til landgræðslu eða skógræktar. Önnur dýr, t.d. refir, minkar, mýs eða hrafnar, gætu sótt í tólgina og því hugsanlega dreift reynifræjum um ógróin landsvæði. Ef nýta á fugla til frædreifingar á ógróin svæði væri betri og einfaldari aðferð að tína reyniber að hausti, t.d. í lok ágúst, fara með þau á svæði þar sem engan reynivið er að finna og láta svo þrestina sjá um afganginn. SUMMARY Experiment on dispersal of rowan seeds by winter-feeding Snow buntings Rowan (Sorbus aucoparia) is a native tree species in Iceland, but is rare in the remaining woodlands. Their fruits are eaten primarily by birds, which disperse the seeds in their droppings. Recently a new method of dispersing rowan seeds on eroded land in Iceland was intro- duced. Snow buntings (Plectrophenax nivalis) were winterfed on berries to facilitate the dispersal of the seeds in their droppings. In the present study, Snow buntings were captured and fed on crushed rowan berries mixed with animal suet and their droppings investi- gated for seeds. No intact seeds of rowans, suitable for germination, were found in the droppings. It is concluded that feeding of Snow buntings with rowan berries is not beneficial for regen- eration of rowans in Iceland. Heimildir 1. Sigurður Blöndal 2000. Reyniviður (Sorbus aucuparia L.) á íslandi - og nokkur almenn atriði um tegundina. Skógræktarritið, 2000 (1). 17-46. 2. Landgræðsla ríkisins 2004: http: / / land.is / landbunadur / wglgr.nsf / key2 / Iann67um4y.html 3. Sturla Friðriksson 1969. Snjótittlingar hugsanlegir frædreifendur. Náttúru- fræðingurinn 39. 32-40. 4. Ævar Petersen 1999. íslenskir fuglar (vatnslitamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg). Vaka-Helgafell, Reykjavík. 306 bls. 5. Sallabanks, R. 1993. Fruit defenders vs fruit thieves - winter foraging behaviour in american robins. Journal of Field Ornithology 64. 42—48. 6. Paulsen, T.R. & Högstedt, G. 2002. Passage through bird guts increases germination rate and seedling growth in Sorbus aucuparia. Funct Ecol 16. 608-616. Um HÖFUNDANA HHreinn Óskarsson (f. 1971) lauk skógfræði- prófi (cand.silv.) frá Den Kgl. Veterinær- og Land- bohojskole í Danmörku árið 1997. Hreinn starfaði sem skógræktarráðu- nautur Skógræktar ríkis- ins á Austurlandi 1998— 1999, hóf þá störf við Rannsóknastöðina á Mógilsá og vann þar við rannsóknir á áburðarþörf trjáplantna til 2002. Frá 2002 hefur Hreinn starfað sem skógarvörður Skógræktar ríksins á Suðurlandi. Gunnar Tómasson (f. 1946) útskrifaðist frá Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1966 og hefur verið garðyrkjumaður í Laug- arási í Biskupstungum frá 1971. Hann hefur stundað fuglamerkingar fyrir Náttúrufræðistofn- un íslands frá árinu 1989 og hefur m.a. merkt um 6000 snjótittlinga. PÓSTFANG HÖFUNDA Hreinn Óskarsson Skógrækt ríkisins Suðurlandsdeild Austurvegur 1-3 IS-800 Selfoss hreinn@skogur.is Gunnar Tómasson Asparlundi, Laugarási IS-801 Selfoss

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.