Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 52
Náttúrufræðingurinn Dýralíf Spendýr Ferðir hreindýra (Rangifer tarandus) voru annað árið í röð ólíkar því sem oftast var á fyrri árum. Athygli vakti að engin hreindýr fóru yfir Jökulsá í Fljótsdal austur á Hraun og þau virtust ekki fara að neinu ráði inn á Vesturöræfi þar sem fjöldi dýra hefur jafnan haldið til að sumarlagi. Óvenjulegar ferðir tveggja tarfa nálægt Þórisvatni vestan Vatnajökuls vöktu einnig athygli en ekki er vitað til að hreindýr hafi farið svo vestarlega áður. I fyrsta lagi vöktu þær ugg um dreifingu búfjársjúkdóma, enda dýrin komin langt yfir mörk verndarhólfa. Einnig þótti mörgum sem svartsýnisspár um neikvæð áhrif virkjunar- framkvæmda við Kárahnjúka á hegðun hreindýranna á svæðinu væru að rætast. Yfirdýralæknir sendi byssumenn á vettvang til að fella dýrin en þau komust undan. I lok janúar rak rákahöfrung (Stenella coeruleoalba) upp í fjöruna á Kjalarnesi. Annan hval sömu tegund- ar rak síðan á Héraðssandi í lok mars. Þar áður er vitað um fjóra rákahöfrunga sem syntu lifandi á fjörur í Mosfellsbæ 1998 og einn rekinn hval 1984. Meginútbreiðslusvæði tegundarinnar er jafnan talið liggja nokkuð sunnan við ísland en hugsanlegt er að hvalirnir hafi fært heimkynni sín til norðurs síðustu ár með hlýnandi sjó. Fuglar Talningar á rjúpu (Lagopus mutus) á vegum Náttúru- fræðistofnunar íslands vorið 2004 sýndu mikla aukningu í stofninum miðað við árið á undan þótt enn sé tiltölulega lítið af rjúpu í landinu. Talningarn- ar veittu fyrstu upplýsingar um ástand stofnsins eftir að umdeilt veiðibann tók gildi árið 2003. Veiðibannið var sett vegna langvarandi bágs ástands stofnsins. í árlegum sumarleiðangri til Surtseyjar sást í fyrsta sinn til varps lunda (Fratercula arctica) í eynni. Talið er að hreiðrin hafi verið þrjú og að þar sé kominn vísir að varanlegri bólfestu einkennisfugls Vest- mannaeyja í eynni. Bera fór á dauðum svartfugli í fjörum á Norðurlandi í lok ársins og var það fjórði veturinn í röð sem slíkt gerði vart við sig. Aðallega var um langvíu (Uria aalge) og stuttnefju (Uria lotnvia) að ræða og svo virðist sem þær hafi drepist úr hungri. Far sjaldgæfra og nýrra fugla til landsins var með mesta móti á árinu. Þar í hópi voru nokkrir langt að komnir og óvæntir gestir sem drógu að sér athygli fuglaáhugamanna. í janúar sást máfur við Hafnarfjörð sem olli mönnum nokkrum heilabrotum. Ómögulegt reyndist að tegundargreina máfinn þar eð hann líktist norðmáfi (Larus thayeri) að sumu leyti en bar hann einnig viss einkenni bjartmáfs (Larus glaucoides glaucoides) og svonefnds vestræns bjartmáfs (Larus glaucoides kumlieni). Sennilega var hér um kynblending að ræða. Þegar líða tók á vorið fóru að berast tíðar fréttir af sjaldséðum gestum. í mars fannst norðmáfur (Larus thayeri) í Sandgerði, í fyrsta sinn á íslandi svo vitað sé. I apríl sást svo til máfs á fyrsta ári, sennilega einnig norðmáfs, við Eskifjörð. Hópur fjögurra Líklegt er að lundinn eigi eftir aðfæra sig upp í gróðurlendi á Surtsey og setja svip á hana er fratn líða stundir. Lundinn var ellcfta fuglategundin setn varp hefur verið staðfest hjá í Surtsey, en par verpa bæði sjófuglar og landfuglar. Ljósm.: Borgþór Magnússon. 122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.