Náttúrufræðingurinn - 2005, Qupperneq 54
Náttúrufræðingurinn
F RÉTTIR
Örnólfur Thorlacius tók saman
Kom menningin með ömmu og afa?
Forrtmannfræðingar í Bandaríkjunum, Rachel Caspari
við Michiganháskóla í Ann Arbor og Sang-Hee Lee við
Kalifomíuháskóla í Riverside, hafa kannað langlífi liðirtna
forfeðra okkar og frænda með greiningu á tönnum. Enda-
jaxlar koma til dæmis fram við kynþroskaaldur, og af
vexti og sliti þeirra og annarra tanna má ráða hve gamlir
berendumir hafi orðið. Könnunin tók til tanna úr 768
mannverum víða að úr heimi og spannaði um þrjár
milljónir ára. Langmestan hluta þessa tíma jókst meðal-
aldurinn stöðugt en mjög hægt. Af 353 kynþroska
suðuröpum, Australopithecus, og frændum þeirra
mældust aðeins 37, eða um eirtn af hverjum 10, úr nógu
gömlum mannverum til að geta hafa verið afar eða
ömmur. Þessir frumstæðu ættingjar okkar vom uppi fyrir
þremur til einni milljón ára.
Þegar mertn af ættkvísl okkar, Homo, komu fram, fyrir
um milljón árum, var hlutfall afa- og ömmukynslóðar-
irtnar komið upp í 1 af 4 fullorðnum, eða 25%. Hjá nean-
derdalsmönnum, sem lifðu í Evrópu fyrir um 130.000 til
30.000 ámm, var þetta hlutfall komið upp í um 40%.
Fyrir um 30.000 ámm, á fomsteinöld, em mertn af
tegund okkar að leysa neanderdalsmertn af hólmi í
Evrópu. Þá verður snögg og vemleg fjölgun gamlingja,
þegar afar og ömmur verða í fyrsta sinn tvöfalt fleiri en
fulltrúar foreldrakynslóðarinnar.
Suðurapamir vom með lítinn heila. í ömmu- og afa-
lausum samfélögum þeirra hefur verkmenning verið
frumstæð og lítið breyst um ármilljónir.
Neanderdalsmertn stóðu á mun hærra mertningar-
stigi, hvort sem litið er til verkfæragerðar eða hugmynda-
heims: Þeir jörðuðu til dæmis hina látnu, sem margir telja
merki hugmynda um framhaldslíf.
Snögg fjölgun aldraðra á fomsteinöld fer svo saman
við jafnöra byltingu í verkfæra- og vopnagerð, ásamt list-
sköpun er birtist í ótrúlega vel gerðum hellamálverkum
og höggmyndum.
Ýmsir fræðimenn hafa haldið á loft „ömmutilgát-
unni", þeirri hugmynd að afar - og sér í lagi ömmur - hafi
flýtt fyrir þróun siðmenningar með því að brúa bilið milli
kynslóða, hjálpa til við uppeldi bama og skila til þeirra
verðmætri þekkingu og menningararfleifð. Þær rann-
sóknir sem hér hefur verið greint frá rertna tölfræðilegum
stoðum undir þessa tilgátu.
Meðan konur em enn líkamlega fullfærar um að
ganga með böm, lýkur frjósemisskeiði þeirra við tíða-
hvörf. Þetta mtm einsdæmi meðal spendýra, og líkleg
skýring er að þegar samfélag manna varð sífellt flóknara,
meðal artnars með tilkomu tungumáls, hafi meiri þörf
orðið fyrir aldraðar konur í hlutverki ömmu sem hjálpað
hafi dætrum sínum við uppeldi bamartna og miðlað til
þeirra þekkingu, heldur en í hlutverki gamallar móður,
sem varla hefði lifað að koma bömum sínum upp.
Tíðahvörfin em samkvæmt þessu aðferð náttúrunnar við
að búa til ömmur.
Andy Coghlan: „With grandparents came civilisation“.
New Scientist, 10. júlí 2004, bls. 14.
„Paleoanthropology: Paleolithic pensioners.“ Scientific
American, sept. 2004, bls. 21.
Sjá einnig „Náttúran býr til ömmur“ eftir höfund þessa
pistils. Heima er bezt, nóvember 2003, bls. 486.
Gróðurhúsaáhrif
Ef fram heldur sem horfir um aukningu á koltvíoxíði og
öðrum gróðurhúsalofttegundum í gufuhvolfinu, horfa
menn fram á ýmsar breytingar á loftslagi. Sumar em þessar
breytingar umdeildar: Mertn vita ekki hvort þær verða, og
þá ekki hvenær, né hve mikil áhrifin verða. í New Scientist,
12. febrúar 2005, em tilgreindar þær breytingar sem helst
þykja koma til greina, áhrif þessara breytinga, hversu líklegt
sé að þær komi fram og hvenær það muni þá gerast, hvort
dæmi séu um sambærilegar breytingar á liðnum tímum og
hvort hægt yrði að snúa breytingunni við eftir að hún væri
hafin.
Breytt hafstraumakerfi
Meðal hugmynda um þetta er að golfstraumurinn, færi-
bandið sem flytur hlýjan sjó og þar með hlýtt loft til íslands
og stranda Vestur-Evrópu, muni stöðvast, annars vegar af
því að sjór í norðurhöfum verði of hlýr til að á honum
myndist hafís og hins vegar af því að leysingarvatn frá
Grænlandsjökli muni þynna sjóinn í þeim mæli að hann
sökkvi ekki til botns, en það er nauðsynlegur hlekkur í hring-
rás golfstraumsins.
Ef til þessa kæmi, sem orkar raunar tvímælis, yrði breyt-
ingin trúlega innan 200 ára og hefði í för með sér kælingu í
Evrópu, sem gerði betur en að vega á móti hlýnun lofts af
gróðurhúsaáhrifum. Hins vegar yrði þessi hlýnun örari en
ella í Alaska og víðar. Dæmi eru um sambærilegar breyting-
ar á hafstraumakerfi jarðar frá fyrri tímum, síðast fyrir um
12.000 ámm. Varla yrði hægt að snúa hafstraumunum aftur
til fyrra rertnslis eftir að breytingin væri hafin.
Sjá „Climate Change“. New Scientist, 12. febr. 2005, bls. 10-11.
124