Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 56
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Vikur á Sléttubjörgum við jaðar Öræfajökuls. Staðarfjall fjær. Maðurinn á myndinni er Einar Sigurðsson. Ljósm./photo: Sigurður Björnsson 30. 8. 1996. Vikurinn virðist hafa borist meira til austurs en vestur. Því má ætla að í byrjun gossins hafi vindur verið vestlægur en gengið fljótt til norðvesturs og haldist af þeirri átt meðan aðalgosið stóð en vikur- strókinn hefur vindurinn borið til hafs eins og vikurhrannirnar fyrir Vestfjörðum benda til. En enginn vafi er þó á að mikill vikur hefur verið um alla Austur-Skaftafells- sýslu. Sigurður Þórarinsson taldi hann hafa verið 10 cm þykkan austur á Mýrum.3,4 Vindar hafa vafalaust feykt vikr- inum mjög til á næstu árum. Greini- legt er að hann hefur stíflað Hellis- gilið milli Kvískerja og Vattárgljúfurs (Stóralækjargljúfur á kortum) svo að úr því hefur komið allstórt flóð. Sjálfur hef ég séð svipað gerast í þessu gili þegar mikill snjór fauk í það, þó mikið vantaði á að það hlaup yrði eins stórkostlegt og þegar vikurinn fauk í það. En greinilegt er að fleiri gil hafa stíflast af vikrinum sem í þau barst, en þó varla hvað eftir annað eins og gljúfrið sem Gljúfursá rennur um, en það hefur myndað aurana sem flugvöllurinn á Fagurhólsmýri var á. Eitt sirrn þegar Gljúfursá rauf vikurhóla framan við gljúfrið var auðséð að þeir höfðu ekki allir orðið til í sama flóði. f Annálsbrotinu frá Skálholti segir að eldur hafi verið uppi á þrem stöðum fyrir sunnan en ekki sagt hvar, nema að gos var í Hnappa- fellsjökli (Knappafellsjökli, þ.e. Ör- æfajökli) en ekkert er sagt um hvar í honum gosið var eða hvort það var víðar en á einum stað í jöklinum. Greinilegar minjar um mikið hlaup frá jöklinum eru þó milli Hnappa- valla og Kvíármýrar, þó þær hafi að vísu skemmst nokkuð við að efni var tekið úr jaðri þeirra til vegagerðar. Miðað við þær minjar sem þar sáust hefur hlaupið borið með sér vikur svo að það hefur verið sem þykkur grautur, en eirtnig sand og steina. Upptök þess virðast ekki hafa verið langt frá Sléttubjörgum upp af Hnappavöllum. Ótrúlegt er að hlaupið sem þarna kom hafi fyllt upp þrítugt djúp, en eflaust hefur orðið mikill landauki þegar vikurinn rak að landi, þó hann sé horfinn. Ekki er þó víst að þeir sem hann sáu hafi áttað sig á því hvernig á honum stóð og gætu hafa haldið að flóðið sem kom austan Hnappavalla hefði valdið landaukanum. En líkur eru til að líka hafi gosið milli Svínafells og Hrútfjalls, en gæti hafa verið nokkru ofar, því að þegar borað var í Freysnesi árið 1997 til að kanna hvort þar væri jarðhiti, var borað 13 m niður en þar fannst aðeins vikur. Virðist þar hafa verið hitt á rás sem e.t.v. hefur grafist niður í hlaupi 126 sem að lokum bar ókjör af vikri í hana. En þetta hefur ekki verið rannsakað af jarðfræðingum. En hafi gosið þar, var eðlilegt að hitnaði svo syðra megin Hvannadalshryggjar að stórvöxtur hlypi í Virkisá, því rétt > mun það sem ráða má af Gott- skálksannáll og fleiri heimildum, að hún braut niður bæjarhúsin á kirkju- staðnum Rauðalæk. Örugg heimild er þó fyrir því að kirkjustæðið sjálft var óskemmt fram yfir miðja 17. öld og að menn töldu sig þá sjá leiði þar í kring. Heimildin er bréf frá sr. Gísla Finnbogasyni til Áma Magnússonar 5 en sr. Gísli kom að Sandfelli 1682. Það mun því rétt sem Gottskálks- annáll segir, að kirkjan hafi staðið eftir að gosinu lauk. En 1712 var Isleifi Einarssyni sýslumanni sagt að Virkisá hefði hulið kirkjustæðið með aur árið 1682.6 Það er merkilegt hvað samtíma- heimildin, þ.e. Annálsbrotið frá Skálholti, er ólík því sem menn tóku saman um þessa atburði síðar, því í þeim annálum er aðeins getið um t hlaup sem eytt hefði byggðinni en ekkert minnst á vikurinn. Það er því ljóst að þeir sem þá annála rituðu, hafa ekki haft góðar heimildir um eldgosið. Sá sem skráði Annáls- brotið hefur ekki séð hvað gerðist, nema að sporrækt var hjá honum, ef rétt er að það sé skráð norðanlands, en sá sem sagði honum tíðindin virðist hafa verið vel kunnugur á þeim slóðum sem sagt er frá, þó ætla megi að hann hafi nefnt fleira en skráð var. Frásögnin er þannig að sögumaður gæti hafa átt heima í Svínafelli og farið austur úr sveitinni eftir að gosið tók að minnka, þó fara yrði yfir farveg hlaupsins, líkt og gerðist þegar aftur gaus í Öræfajökli 1727, en þá kom aðalflóðið milli Hofs og Sandfells. Fóru mertn þar á milli eftir að það stóra flóð fjaraði, > aðeins fjórum dögum eftir að gosið hófst. Maðurinn hefur komið aftur þegar gosið var alveg búið til að ná í verðmæti sem hann hafði skilið eftir og athuga ástandið. Ljóst er að hann hefur talið vikurfallið, en ekki flóðið, hafa valdið því að sveitin fór í eyði og austar í sýslunni hefur ekkert flóð komið, bara vikur. 1

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.