Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Horft frá Sléttubjörgum upp að brún Öræfajökuls. Ljósm./photo: Sigurður Björnsson 30. 8. 1996. Ertn er ógetið einnar heimildar sem að vísu nefnir ekki gos og er í Vilchinsmáldaga Stafafellskirkju og hljóðar svo: „Item lagðist þangað frá Hnappa- vallakirkju eftir skipan herra Þórarins biskups 6 kúgildi og kiígildishross, 200 í fríðu, kross stór og skrúði slíkur, sem þar er, klukkur tvær frá Breiðá og kross."7 Þarna er Þórarinn Sigurðsson Skálholtsbiskup að ráðstafa eignum tveggja kirkna í Litlahéraði. Þór- arinn var aðeins tvö ár biskup og lést síðla árs 1364, að sögn annála, svo öll líkindi eru á því að kirkjumar hafi lagst af í gosinu 1362. Þama kemur fram að búpeningur sem Stafafells- kirkja í Lóni fékk frá Hnappavalla- kirkju virðist hafa verið 36 ær, 2 kýr og hestur. (Hér sést að vel hefur aukist við eign Hnappavallakirkju frá 1343, því þá átti hún 18 ær og 2 kýr).8 En þarna hafa verið á ferð allir gripir manna í Litlahéraði sem til hefur náðst, og því hugsanlegt að einhverjir hafi heitið á Maríu verndardýrling Hnappavallakirkju, ef þeir kæmu fé sínu í haga og því hafi ánum fjölgað. Og þama hafa áreiðanlega verið menn með því að féð hefði ekki farið austur að Stafafelli nema menn hafi ráðið ferðinni. (Það skal þó tekið fram að frumheimildin er glötuð). Skeiðarárhlaup ísleifi Einarssyni sýslumanni voru sagðar sagnir frá Öræfum, sem hann skráði 1712, um gríðarlegt tjón af völdum Skeiðarárhlaups, sem gæti hafa komið um 12 ámm fyrr en 4. mynd. Horft niður frá efsta horni Sléttubjarga austanverðra. Ljósm./photo: Sigurður Björnsson 30. 8. 1996. 127

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.