Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 58
Náttúrufræðingurinn 5. mynd. Horft til Öræfajökuls af ofanverðum Kvíárjökli. Ljósm./photo: Sigurður Björnsson 1995. Öræfajökull gaus.9 Þær voru á þá leið að 15 bæir, eða jafnvel rúmlega það, hafi verið á austanverðu því svæði sem Skeiðarársandur er nú og hefur það verið meðan kirkja var í Jökulfelli, en þá hafi stórt hlaup í Skeiðará sópað þeirri byggð burt. Og þegar Sigurður Stefánsson sýslu- maður svarar spurningum frá stjórninni um sýsluna 1746,10 en hann mun þá hafa búið á Hofi, ítrekar hann söguna um að 15 bæi hafi tekið af í hlaupi, á því svæði sem nú er Skeiðarársandur, hlaupi sem orsakast hafi af eldgangi. Austan við svæðið, sem sagnir voru um að Skeiðará hafi sópað bæjum af, hafa Morsá, Skaftafellsá og Svínafellsá runnið, sennilega sameinaðar þegar nokkuð kom fram á sléttlendið. Þessi sögn, sem sýslumennirnir skráðu, hefur styrk af eldri heimild- um, því Gyrðir biskup, sem tók við embætti 1350 en dó fyrir 1362, færði lifandi pening Jökulfellskirkju til Núpsstaðar11 og Amgrímur ábóti, sem mun hafa verið að rita sögu Guðmundar biskups Arasonar um sama leyti, en lést 1361, skráir þar: „Á sjánum liggja þeir hafísar, at með sínum ofægiligum vexti taka þeir að fylla norðurhöfin, en yfir háfjöll landsins svo óbræðiligir jöklar með yfirvættis hæð og vídd, at þeim mun ótrúligt þykkja, sem fjarri eru fæddir. Undan þeim fjalljöklum fellr með atburð stríðr straumr með frábærum flaum ogfúlasta fityk, svo at þar afdeyja fuglar í lofti, en menn á jörðu eða kvikvendi." 12 Tvisvar (1861 og 1954) er með vissu vitað að fuglar hafa dáið af þeim fnyk sem kom frá Skeiðarár- hlaupi,13 en ekki vitað til að hlaup sem komið hafa í aðrar ár hafi valdið slíku. Það er því lítill vafi á að Amgrímur hefur frétt af mjög stóm Skeiðarárhlaupi, sem hefur valdið dauða bæði fugla og manna, en trúlegra er að það hafi verið annað en fnykurinn sem olli dauða mann- anna. En orð Arngríms benda til að sögnin, sem sýslumennimir ísleifur Einarsson og Sigurður Stefánsson færðu í letur um að Skeiðarárhlaup hafi tekið af byggð á Skeiðarársandi, sé sönn.14 I Flateyjarannál, anno 1350, er talað um eldsumbrot í Hnappafellsjökli og eyðingu Litla- héraðs, þar er hugsanlega verið að blanda saman miklu Skeiðarár- hlaupi það ár og gosinu 1362. Landnáma segir að Jökulsá á Sandi (þ.e. Skeiðará) hafi verið á mörkum Fljótshverfis og Ingólfs- höfðahverfis og mun því ekki hafa verið austar en fjörumörk Skaftafells og Núpsstaðar eru nú, nema mikið hafi eyðst af fjörunni, því föstu mörkin sem miðað er við í fjöllum eru á ská eftir fjömnni, þannig að ef bæst hefur við fjömna hafa mörkin færst austur, en vestur hafi gengið á fjöruna. En meðan ekki kemur annað í ljós, verður að ætla að þessi mörk hafi verið á svipuðum stað frá öndverðu. Skeiðarárjökull var að vísu kominn fram fyrir Grænalón um 1200, því þá tafðist Guðmundur góði á Núpsstað við hlaup frá því. Það er því beinlínis líklegt að austur- hluti þess svæðis, sem nú er Skeiðar- ársandur, hafi verið vel gróinn á landnámsöld.15 Þar gæti því hafa verið byggð eins og sagnirnar hermdu. Hafi hlaup tekið 15 bæi af, eins og Sigurður Stefánsson taldi, mun það hafa valdið mesta mann- falli sem hér á landi hefur orðið af völdum slíkra náttúruhamfara. Vel kemur fram hjá Arngrími ábóta að jöklar vom að aukast. En miðað við byggðina á Breiðamerkursandi er líklegt að Skeiðarárjökull hafi ekki náð fram fyrir Fæmes fyrr en nálægt miðri 14. öld. En hafi hann verið kominn aðeins fram fyrir Færnesið þegar hlaup kom og brotnaði af jöklinum, eins og oft gerðist seinna, gæti það sem brotnaði af jöklinum hafa vikið hlaupinu austur og það gerst sem sagnimar greina frá. En þar sem ekki munu hafa verið nema um 12 ár (getur hafa verið minna) milli þessa hlaups og gossins í Öræfajökli, sem lagði sveitina í eyði um allmörg ár, er ekki undarlegt að menn, sem ekki voru kunnugir á þessum slóðum og ræddu um þessa atburði löngu seirrna, rugluðu þeim saman og fengju út úr því að vatnsflóð hefði sópað burt byggð- irtni þegar gosið kom og drepið allt fólkið. Flateyjarannáll, sem skráður er aðeins 30 ámm eftir að Öræfa- jökull gaus, segir gosið hafa orðið 1350 og er spuming hvort þar er ekki í raun verið að segja frá gosi í Grímsvötnum. En Oddaverjaannáll, sem skrifaður er tveimur öldum eftir atburðina, segir eina aldraða konu hafa lifað af. Það er þjóðsagnablær á frásögninni en ef sannleikskjami er í henni má hugsa sér að konan hafi veri í heimsókn hjá fólki austar í sveitinni þegar Skeiðarárhlaupið eyddi byggðinni og því ekki verið stödd á því svæði sem það tók. En litlar líkur eru til að hún hefði lifað ein eftir gosið 1362. Hvað sem því 128 1

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.