Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Kristín Svavarsdóttir
Skýrsla stjórnar
Hins íslenska náttúrufræðifélags
FYRIR ÁRIÐ 2002
FÉLAGAR
I árslok voru félagar og áskrifendur
að Náttúrufræðingnum samtals
1185 og skiptust þeir þannig:
heiðursfélagar 10
kjörfélagar 7
ævifélagar 10
almennir félagar innanlands 928
stofnanir innanlands 128
félagar og stofnanir utanlands 40
skólafélagar 46
hjónaáskrift 16
Félagar voru 1.174 í ársbyrjun og
varð nokkur nýliðun í félaginu eða
27 nýskráningar, á móti skráðu 13
sig úr félaginu og 3 félagar létust.
Ákveðið var að fresta útsendingu
gíróseðla og því voru engar útstrik-
anir framkvæmdar á árinu.
STJÓRN OG STARFSMENN
Stjóm Hins íslenska náttúrufræði-
félags árið 2002 var þannig skipuð:
Kristín Svavarsdóttir formaður,
Hreggviður Norðdahl varaformað-
ur, Helgi Torfason ritari, Kristiim J.
Albertsson gjaldkeri, Hilmar J.
Malmquist, Helgi Guðmundsson og
Droplaug Ólafsdóttir meðstjórn-
endur. Skoðunarmenn reikninga
voru Kristinn Einarsson og Tómas
Einarsson, varamaður Arnór Þ.
Sigfússon. Útbreiðslustjóri félagsins
er Erling Ólafsson og sá hann um
félagatalið og útsendingu Náttúru-
fræðingsins og Félagsbréfsins. Rit-
stjóri Náttúrufræðingsins er Álf-
heiður Ingadóttir. Samningur er í
gildi milli félagsins og Náttúrufræði-
stofnunar Islands þess efnis að stofn-
unin taki að sér útgáfu tímaritsins
fyrir hönd félagsins og er Álfheiður
starfsmaður Náttúrufræðistofnunar.
Félagsbréfið kom aðeins einu
sinni út á árinu. Helsta ástæða þessa
er aukinn kostnaður við útsendingar
vegna mikillar hækkunar póst-
burðargjalda. Stjómin vinnur nú að
hugmyndum um lækkun kostnaðar,
m.a. með því að senda þeim félögum
sem em nettengdir félagsbréfið á
rafrænu formi og er nú verið að
safna netföngum félagsmanna. Auk
þess er stefnt að því að opna heima-
síðu HÍN sem ætti að auðvelda
upplýsingastreymi til félagsmanna.
Átta stjórnarfundir voru haldnir á
árinu.
N EFNDIR OG RÁÐ
Nefndarstörf
Hollustuháttaráð. Skipað var í ráðið
haustið 2002 til fjögurra ára; fulltrúi
HÍN er Hákon Aðalsteinsson og
Margrét Hallsdóttir til vara.
Dýravemdarráð. HÍN hefur átt
fulltrúa í dýraverndarráði og sat
Arnór Þ. Sigfússon í ráðinu fyrir
hönd félagsins og Hrefna Sigurjóns-
dóttir til vara. I tillögum að laga-
breytingum vegna nýrrar Umhverf-
isstofnunar var stefnt að því að
leggja ráðið niður í lok ársins 2002 en
í síðustu umræðu um lögin á alþingi
var ákveðið að halda í ráðið með
breyttu sniði þannig að skipað yrði í
nýtt ráð í byrjun árs 2003.
Nefndir á vegum umhverfisráðu-
neytis, þar sem einn fulltrúi situr
fyrir hönd frjálsra félagasamtaka
(þar með talið HÍN), eru nokkrar.
Á árinu skilaði nefud um endur-
skoðun laga um mat á umhverfis-
áhrifum niðurstöðu en í þeirri nefnd
sat Hilmar J. Malmquist fyrir hönd
frjálsra félagasamtaka.
Nefnd til að vera ráðherra og
Umhverfisstofnun til ráðgjafar við
undirbúning að stofnun Vatnajökuls-
þjóðgarðs er að taka til starfa og situr
Sigrún Helgadóttir í nefndinni fyrir
hönd frjálsra félagasamtaka.
I nefnd til undirbúnings Um-
hverfisþings, sem haldið var haustið
2002, sat Tryggvi Felixson fyrir hönd
frjálsra félagasamtaka.
Aðalfundur
Aðalfundur fyrir árið 2002 var
haldinn laugardagiim 1. mars 2003
kl. 14 í Kórnum, fundarsal Náttúru-
fræðistofu Kópavogs. Fundarstjóri
var kosinn Sigurður Snorrason og
fundarritari Guðríður Þorvarðar-
dóttir. Formaður flutti skýrslu
stjórnar og gjaldkeri kynnti endur-
skoðaða reikninga félagsins og voru
þeir síðan samþykktir af fundar-
mönnum. Arnór Þ. Sigfússon full-
trúi félagsins í dýraverndarráði
gerði grein fyrir störfum dýravemd-
arráðs á árinu.
Úr stjórn áttu að ganga Helgi
Torfason, Hilmar J. Malmquist og
Hreggviður Norðdahl. Helgi og
Hilmar vom endurkjömir en Hregg-
viður gaf ekki kost á sér til áfram-
haldandi stjómarsetu. í stað Hregg-
viðs var Esther Ruth Guðmundsdóttir
jarðfræðingur kosin. Hreggviður
hafði setið í stjóm félagsins í 16 ár og
þakkar stjómin Hreggviði fyrir gott
starf í þágu félagsins.
Hilmar J. Malmquist gerði grein
fyrir þremur ályktunum sem stjórn-
in lagði fram fyrir fundimi og voru
þær allar samþykktar.
1. Náttúndiús (náttúmminjasafn>
„Aðalfundur Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags (HÍN), haldinn 1.
mars 2003 í Kópavogi, ítrekar
Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), bls. 133-136, 2005
133