Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 4
Safnið sem GLEYMDIST Þann 16. júlí 1999 verða liðin 110 ár frá stofnun Hins íslenska náttúrufræðifélags. Sá dagur telst einnig stofndagur Náttúru- gripasafnsins en markmiðið með stofnun HÍN var einmitt að koma upp slíku safni. Félagið og safnið eru því tvær greinar á sama meiði. Menn skyldu ætla að tímamót af þessu tagi væru tilefni til fagnaðar og að í undir- búningi væri hátíð þar sem þessi gamla menningarstofnun yrði heiðruð með við- eigandi hætti. En því miður: Á 110 ára afmælinu er Náttúrugripasafn íslands í besta falli dæmi um safn sem hefur dagað uppi á tölvu- og upplýsingaöld og lítil ástæða til að fagna. Safnið kúldrast enn í tveimur herbergjum á 3. og 4. hæð í iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Hlemm. Aðkoman er ömurleg: engin bílastæði eða aðstaða fyrir rútur, engin lyfta, engin aðstaða til að taka á móti skólanemum eða öðrum hópum. Sýningin sem sett var upp í tilefni aldar- afmælisins 1989 er ágæt og yfirgripsmikil, en hún er óneitanlega barn síns tíma - sýning- artæknin er úrelt og þróunarmöguleikar safns- ins í núverandi húsnæði eru engir. Náttúrugripasöfn hafa breyst mikið á ríflega einni öld. Þau eru ekki lengur bara skúffur og skápar undir egg, skrítna steina eða tvíhöfða lömb og þau eru ekki heldur fallega hannaðar leikmyndir utan um upp- stoppuð dýr og þurrkuð grös sem eru vandlega geymd bak við gler. Nútíma nátt- úrusýningar bjóða gestum sínum afþrey- ingu sem jafnframt er fræðandi. Þar eru gestir hvattir til þátttöku í sýningunni sjálfri með því að leysa ýmis verkefni og þrautir: í stað langra ritmálstexta og ósnertanlegra sýningargripa eru komnar gagnvirkar tölv- ur, þrívíddarmyndir, heilmyndir (hólógröf), kvikmyndir og talað orð. „Snertu hér!“ kemur í stað „Vinsamlega snertið ekki!“ Á árinu 1999 verða einnig liðin tíu ár frá því að hópur frammámanna og gesta fagnaði aldarafmæli safns og félags en þó einkum samkomulagi ríkisins, Reykjavíkur- borgar og Háskóla Islands um byggingu Náttúruhúss í Vatnsmýri. Byggingartími var áætlaður 5 ár, frá 1994-1998. Ríkið og Há- skólinn skyldu borga 2/3 byggingarkostnað- arins til helminga, en Reykjavíkurborg 1/3. Náttúruhús skyldi rúma veglegt og nútíma- legt náttúru- og vísindasafn. Þar áttu einnig Náttúrufræðistofnun Islands og Hið íslenska náttúrufræðifélag að vera til húsa. Því miður er heldur engin ástæða til að fagna þessu af- mæli: Ríkisstjórn og umhverfisráðherra komu sér hjá því að standa við loforðið þegar gengið var frá fjárlögum fyrir árið 1992. Þar með voru Reykjavíkurborg og Háskólinn stikkfrí. Málið var enn og aftur komið á byrjunarreit og sfðan hefur ekkert þokast. í byrjun þessarar aldar voru þrjú söfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu: Landsbóka- safnið, Náttúrugripasafnið og Þjóðminja- sal'nið. Nú við aldahvörf hefur þegar verið byggt yfir Landsbókasafnið og endurnýjað Þjóðminjasafn verður opnað í stærra hús- næði árið 2001. Fjárveitingavaldið hefur hins vegar gleymt Náttúrugripasafninu enda þótt á annan tug stjórnskipaðra nefnda hafi skilað áliti um nauðsyn byggingar yfir safnið. Sú síðasta gerði reyndar árið 1991 ítarlega rýmisáætlun og framkvæmda- áætlun. Nú er í bígerð að skipa nýja nefnd. Af sögu þessa máls má læra að sú nefnd þarf öflugan stuðning náttúrufræðinga og nátt- úruverndarmanna ef álit hennar á ekki að verða sýndarplagg. 146 Alfheiður Ingadóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.