Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 7
2. mynd. Þekkt hrafnsóðul á
athugunarsvœðinu í Þing-
eyjarsýslum. Gulir hringir
merkja óðul í notkun, rauðir
þríhyrningar óðul í eyði,
grœnir ferhyrningar óðul
sem eru líklega í eyði og blá
x-tákn merkja óðul sem voru
ekki heimsótt á athugun-
artímanum. - The study area
in Þingeyjarsýslur, north-
east Iceland, and known tra-
ditional Raven territories.
Yellow circles indicate terri-
tories recently in use, red tri-
angles deserted territories,
green quadrangles territo-
ries presumably deserted,
and blue x-symbols territo-
ries not visited during the
study period.
óðul og (b) hlutfall varppara miðað við
óðul í ábúð. Gögn um ábúð á hrafns-
óðulum voru notuð til að framreikna stærð
varpstofns hrafna á svæðinu á hverju ári.
Þetta er þó gert með þeiin fyrirvara að
úrtakið er ekki slembiúrtak og getur því
verið skekkt. Á móti vegur að úrtakið var að
öllu jöfnu stórt, eða að meðaltali 61% af
þekktum setrum ár hvert (21-89%). Val á
setrum réðst af yfirferð vegna fálka-
rannsókna. Auk þess sem stærð varpstofns
var reiknuð var heildarungaframleiðsla
metin fyrir hvert ár. Nákvæm gögn liggja
fyrir um fjölda eggja og unga í hreiðri og
varpárangur fyrir tímabilið 1981-1985 (Krist-
inn H. Skarphéðinsson o.fl. 1990). Varp-
árangur er hér skilgreindur sem hlutfall þeirra
para sem reyna varp og koma upp ungum. Til
að reikna ungaframleiðsluna 1986-1998 var
miðað við meðaltjölda fleygra unga á hvert
óðal í ábúð á árunum 1981-1985.
Gögn um veiði hrafna eru tvenns konar;
annars vegar var byggt á veiðitölum frá Inga
Yngvasyni 1981-1998 (skriflegar upplýs-
ingar) og hins vegar skráðri veiði annarra
veiðimanna 1981-1991 (Kristinn H. Skarp-
héðinsson o.fl. 1990, Veiðistjóraembættið,
skriflegar upplýsingar 1998).
149