Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 35
Eldborg við Litla-Meitil telst einnig frá Iíkum
tíma. Mátti nú fara að leita að „nýju“
Kristnitökuhrauni.
Svínahraunsbruni er mitt á milli Reykja-
víkur og Hveragerðis. Um hann liggur
þjóðvegur nr. I. Þegar skoðað var undir
hraunið kom í ljós að tvílita landnámslagið
(frá um það bil 870) er rétt undir því og varla
vottur af jarðvegi á milli. Þar með var ályktað
að hraunið hljóti að vera yngra en landnám
og líklega um 1000-1100 ára gamalt (Jón
Jónsson 1983, 1985). Hluti hraunsins rann
vissulega inn í Þrengslin og gamla sögnin
getur ágætlega gengið upp með þetta hraun
sem söguþátt. Fornmenn gátu vissulega
áætlað að hraunrennsli í suðurátt kynni að
ógna bæ goðans. En hvort sem Svína-
hraunið rann árið 1000 eða ekki og hvort sem
sögur tengdar Kristnitökunni eru sannar
eða ekki, er hraunið frá sögulegum tíma og
afar gott dæmi um fallegt, mosagróið
apalhraun.
Úr lofti sést hér Nyrðri-Eldborg, annar af
tveimur gjall- og klepragígum sem sendu frá
sér hraunið. Eldborgin er í raun tveir
samfastir gígar. Um 1,5 km sunnar er Syðri-
Eldborg, álíTca stór og hin en sést þó ekki á
loftmyndinni. Eldra hraun undireldgígunum
og Svínahraunsbruna þekur allan dal-
botninn milli Lambafellsins í austri og enda
Bláfjalla-fjallgarðsins í vestri. Þetta er Leitar-
hraunið, komið úr mjög svo aflagaðari
dyngju rétt utan við myndrammann í efra,
hægra horninu. Það mun vera um 5.200 ára
(4.700 geislakolsár) og er helluhraun. Rann
hraunið í Elliðavoginn jafnt sem til sjávar í
Ölfusinu.
Ef gert er ráð fyrir að gos hafi hafist í
Nyrðri-Eldborg og skömmu síðar í þeirri
syðri er unnt að rekja gang gossins af
myndinni. Hraunið úr Nyrðri-Eldborg rann í
fyrstu í átt að Þrengslum og sést hrauntröð
(hraunáll með háum bökkum) ná frá fyrstu
1. mynd. Svínahraunsbruni og Nyrðri-
Eldborg úr rúmlega 4.000 metra hœð.
Hraunið í heild er líklega myndað í
goshrinum. Takið eftir norðurstefnu og
mœlikvarða. Birt með leyfi Landmœlinga
Islands.
176
^kfí
f!v/ ' \. 'i
• f’-'y
pW0ɧ
Mmém
wmmí
W' : ' ’■ M