Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 36
beygju yngri og greinilegri hrauntraðar- innar, í átt að þjóðveginum. Nú opnaðist gosrás sunnar og myndun Syðri-Eld- borgar hófst. Þegar svo hraunið úr henni (stundum nefnt Lambafellshraun) hafði lagst yfir upphaflega hraunið úr nyrðri aðalgígnum, með því að mjakast lang- leiðina meðfram Lambafelli að Lamba- fellshnúk (litli píramídinn við vegamótin), veitti það hraunrennsli Nyrðri-Eldborgar í átt frá núverandi vegamótum. Þá varð til greinótti hraunflákinn neðst á myndinni (og næst Litlu kaffistofunni, utan myndar). Hraunið rann alllengi í miklum ál sem nú er hin skýrari hrauntröðin og sést vel vegurinn sem liggur meðfram henni. Hann var ruddur um hraunið til þess að unnt væri að hefja gjalltekju í Nyrðri- Eldborg. Þar er nú Ijótt sár og sést sem svartur blettur á myndinni, en sem betur fer voru þessar alröngu framkvæmdir stöðvaðar. Á meðan vestari hraunflákinn úr Nyrðri-Eldborg stækkaði beygði hraunið úr Syðri-Eldborg fyrir Lambafellið og rann inn í Þrengslin en stöðvaðist rétt fyrir innan þau. Auðvitað gæti þessi saga hafa gerst í þremur aðskildum köflum (eins konar goshrinum) ef dregið hefur niður í eða slokknað með öllu í Nyrðri-Eldborg á meðan hin var virk. En skammur tími hefur þá liðið milli kaflanna (hrinanna). Flatarmál alls Svínahraunsbruna er um 12 km2 og rúmmálið dæmigert fyrir stutt sprungugos á Reykjanesskaga: um 0,24 km' (m.a. Jón Jónsson 1978). Svona gos geta staðið (samfleytt sem ein hrina) í 1-3 mánuði ef marka má reynslu síðari ára. Ekki hefur gosið í fjórum eldstöðvakerfum Reykja- nesskagans í rúm 600 ár og getur gos svipað því sem hér hefur verið lýst hafist hvenær sem er innan kerfanna, t.d. á Hellisheiði eða nálægt Þrengslavegi. Annað efnisnám og stærra í fullum rekstri (í móbergi og brotabergi) sést í Lamba- fellinu (stuttur vegur) og enn annað í neðra, hægra horninu, við veginn inn í Jósefsdal. Vegurinn í neðra, vinstra horninu er gamli, malarborni þjóðvegurinn austur yfir Fjall. 178 2. mynd. Vatnsdals- hólar úr um það bil 6.000 metra hœð. Hvort eru hólarnir myndaðir í berghlaupi eða við jökulverkan? Takið eftir norður- stefnu og mælikvarða. Birt með leyfi Land- mœlinga íslands. ■ VATNSDALSHÓLAR - BERGHLAUP EÐA? Á myndinni af Vatnsdal má glöggt sjá þjóðveginn norður og veiðivæna Vatns- dalsána. Býlin sjást vel og svo auðvitað bæði Flóðið og Hnausatjörn. Flóðið er líkt og stíflað uppi af setbunkanum sem myndar hólana. Ljósu blettirnir efst á myndinni eru súrar bergtegundir sem mynda hluta Vatnsdalsfjallanna og eru jarðmyndanirnar ummerki gamallar og rofinnar megin- eldstöðvar. Það svæði hefur enn fremur verið álitið brotsvæði berghlaupsins sem féll, samkvæmt viðtekinni skoðun, undir lok síðasta jökulskeiðs, niður í dalinn (Ólafur Jónsson 1957). Mun ntinna, ef nokkuð, ber hins vegar hér á þessari mynd á skriðunum sem féllu 1545 (þá myndaðist Hnausatjörn) og 1720 (myndun Flóðsins). Þær eyðilögðu býlin Skíðastaði og Bjarnastaði og urðu samtals 20 mönnum að fjörtjóni. Hin síðustu ár hafa orðið nokkrar umræður meðal jarðfræðinga um berghlaup (risaskriður) vítt og breitt um landið. Það er fyrst og fremst jarðfræðingurinn Ágúst Guðmundsson (sá hinn eldri tveggja alnafna í greininni) sem hefur dregið í efa að mörg fyrirbæranna er t.d. Ólafur Jónsson (1957) telur berghlaup, séu það í raun og veru. Ágúst hefur fært rök að því að margir setlagabunkanna séu í raun leifar venjulegra jökla eða grjótjökla (þelaurða) - sjá t.d. greinaflokk sem hófst með grein í Náttúru- fræðingnum 1995, 3. hefti. Margt verkar þar mjög sannfærandi. Sem dæmi um andmæli eða umræður um efnið má nefna greinar Árna Hjartarsonar í ritinu um framhlaup í Skriðdal og Loðmundarfirði (Árni Hjartar- son 1990, 1997) og grein eftir Odd Sigurðs- son um svonefnd Möðrufellshraun (Oddur Sigurðsson 1990). Ágúst Guðmundsson telur til dæmis að Vatnsdalshólar séu fremur jökulurð en leifar berghlaups (Ágúst Guðmundsson 1997). Ekki vill höfundurhér 179
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.