Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 41
ÖRNÓLFUR THORLACIUS
Þróun
TEGUNDANNA
Tilraun til samantektar á hugmyndum manna fyrr og nú
1. hluti
Um þessar mundir eru liðin 140 ár
síðan Charles Darwin birti kenningu
sína um uppruna tegundanna. Hún var
kynnt á fundi í Vísindafélagi Linnés í
Lundúnum 1. júlí 1858 og gefin út á
bók 24. nóvember 1859. Þróunar-
kenningin er löngu orðin viðtekinn
hluti af heimsmynd vísindanna. Hér
verður stiklað á stóru í sögu kenn-
ingarinnar og tilraun gerð til að lýsa
stöðu hennar nú.
inu sinni gengu sól, tungl og
stjörnur um jörðina, miðju
alheims. Svo fluttu Kóperníkus,
____ Galíleóog Keplerjörðinaábraut
um eina aí'ótal sólstjörnum í einni af mörgum
vetrarbrautum í himingeimnum.
Enn var maðurinn samt skapaður í guðs
mynd, kóróna sköpunarverksins, og hafði
gengið á jörðinni allan aldur hennar að
frátöldum fyrstu fimm dögunum.
Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi
f líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í
Sviþjóð 1958. Hann var kennari við Mennta-
skólann í Reykjavík 1960-1967, Menntaskólann
við Hamrahlíð 1967-1980 og rektor þess skóla
1980-1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örn-
ólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil
umsjón með fræðsluþáttuin um náttúrufræði í
útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri
Náttúrufræðingsins.
Þarkom að þróunarkenningin svipti sköp-
unarverkið þessari kórónu og skammtaði
manninum aðeins örlítið brot þess tíma sem
jörðin hefur gengið um sól, að vísu mun
drýgri tíma en þær fáu árþúsundir sem
biblíufróðir menn höfðu áður talið liðnar frá
sköpun heimsins.
■ GÖMUL HEIMSMYND
OG NÝ
Seint á sautjándu öld og þó einkum á hinni
átjándu gætti í Evrópu hreyfingar sem
kölluð hefur verið upplýsingastefnan. Hún
„hafði áhrif m.a. í heimspeki, bókmenntum
og vísindum; grundvölluð á skynsemis-
hyggju og trú á getu mannsins til að rækta
hæfileika sína“. (íslenska alfræðiorðabókin
1990.) Jarðfræðingar upplýsingatímans
leiddu meðal annars rök að tvennu: (1) Jörð-
in er mun eldri en áður var talið; og (2) hún -
og jafnvel gervallur efnisheimurinn - hefur í
tímans rás tekið ýmsum breytingum. Þetta
var hvort tveggja forsenda fyrir þeim kenn-
ingum sem síðar komu fram um þróun lifandi
vera.
Á 18. og 19. öld drógu menn líka í efa ileira
í hinni evrópsku heimsmynd miðalda: (3)
Fram á nítjándu öld túlkuðu náttúru-
fræðingar það hve vel allar lífverur eru
lagaðar að umhverfi sínu og lífsháttum sem
Náttúrufræðingurinn 68 (3-4), bls. 183-195, 1999.
183