Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 52
11. mynd. Skýríng Roberts Chambers á því
bvernig lesa mætti þróun lífveranna úr
fósturþroskun þeirra. Fóstur allra fjögurra
flokka hryggdýra (froskdýr voru þá talin
með skriðdýrum) þroskast eins þar til stigi
A er náð. Þar greinist fiskurinn frá og
þroskast eftir sinni braut. Skriðdýr, fugl og
spendýr þroskast eins að stigi B, þegar
skriðdýrið fer sína leið. Fóstur fugls og
spendýrs eiga samleið að stigi C, þar sem
leiðir skiljast. (Oldroyd 1983.)
mynd). Loks benti hann á augljós líkindi
með líkamsgerð flestra hryggdýra, líkindi
sem Goethe og félagar hans röktu til einnar
grunnhugmyndar en Chambers skýrði út frá
sameiginlegum uppruna.
Sitthvað mátti að röksemdum Chambers
finna en rit hans vakti andstöðu langt
umfram faglegt tilefni. Virtur jarðfræðingur í
Cambridge, Adam Sedgewick (1785-1873),
lýsti hneykslan sinni svo:
Ef þetta er satt, þá eru yfirveguð fræðastörf
unnin fyrir gýg, grundvöllur trúarinnar lygi, lög
mannanna glópskuverk og argasta óréttlæti,
siðgæðið óráð 'eitt, allt sem vér höfum gert fyrir
svertingja í Afríku verk vitfirringa og karlar og
konur einungis æðri dýr! (Tilvitnun sótt í
Oldroyd 1983, bls. 55.)
Samt hefur Chambers líklega vakið Breta
til umhugsunar; í það minnsta hrósaði Dar-
win honum fyrir að hafa eytt fordómum og
búið með því í haginn fyrir viðtöku svipaðra
skoðana.
Herbbrt Spencer
Hér er rétt að geta þess að hugmyndir um
þróun, sem vart verða þó taldar heilsteypt
kenning, birtust á Bretlandi í ritum enska
heimspekingsins og félagsfræðingsins Her-
berts Spencers (1820-1903) áður en Darwin
og Wallace birtu kenningu sína. Spencer
taldi að erfðir áunninna eiginleika stýrðu
þróuninni, en féllst síðar á kenninguna um
val náttúrunnar og mun vera höfundur slag-
orðsins um „framgang hinna hæfustu“ (sur-
vival of the fittest).
Spencer leit á þróun sem framsókn, alls-
herjarleitni alls íþessum heinti til flóknara og
markvissara ástands. Hann einskorðaði
hugmyndir sínar um þróun engan veginn
við lífheiminn; samfélag manna laut að hans
mati sömu lögmálum. Rétt eins og líkami
manns, sem einkennist af samhæfingu og
sérhæfingu mismunandi parta, hefur þróast
af líkama einfrumungs, þannig þróast
stórfyrirtæki, með útibúum er lúta stjórn
aðalstöðvar, af óskiptu smáfirma.
Darwin setti þróuninni aldrei neina
„stefnu“ eða „markmið". Hann felldi sig ekki
við afleiðsluröksemdafærslu Spencers, þar
sem niðurstaðan er fólgin í forsendunum, og
kveðst í sjálfsævisögu sinni ekki sjá að hann
hafi nokkru sinni sótt nokkra hugmynd til
Spencers. (Siá skýringar á bls. 211 hjá
Oldroyd 1983.)
194