Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 56
1. nvynd. Teikning af lœkjaskotti ('Hydrurus foetidusj. a
er dœmigert skottlaga eintak úr straumlitlu vatni; b og
c sýna greinaenda við mismunandi stækkun og ein-
stakar frumur í þeim, litberinn er skyggður (punktað-
ur); d eru tvö bifgró,frá mismunandi sjónarhornum;
e og f eru dvalagró. (Úr Starmach: Chrysophyceae -
Zlotowiciowce, 1980.) - Drawing o/Hydrurus foetidus
(from Starmach, 1980.): a habitus; b, c tips ofbranches;
d zoospores; e andf resting spores.
ungnum, en fjölgun fer fram með bifgróum
sem myndast við venjulega frumuskiptingu
í greinaendum, vanalega að morgni dags.
Bifgróin eru með fjórum hliðum og fjórum
hornum, þremur að framan og
einu að aftan, en mitt á milli
framhornanna er einn bifþráður
(svipa), sem þau geta notað til
sunds en raunar mun þau oftast
reka með straumnum. Eftir
nokkurn tíma festir gróið sig að
framan við undirlagið, dregur inn
bifþráðinn og byrjar strax að
mynda hlaupstranga og skipta
sér inni í honum.
Sérstök dvalagró verða til á
hlaupstilkum, sem vaxa út úr
greinum. Fullþroska eru þau
umlukt hýði úr kísilsýru og bera
kamb úr sama efni. Talið er að
þau verði til þegar vatnshitinn
fer yfir visst mark. Þannig er
lækjaskottið öfugt við flestar
aðrar lífverur, sem mynda dvala-
stig þegar kólnar á norðurslóð.
Vaxtarlag og stærð þalsins er
afar breytileg hjá lækjaskottinu,
og virðist það fara eftir að-
stæðum á hverjum stað, aðallega
straumhraða. I miklum straumi
myndar það nokkuð samfellda,
bólsturlaga eða totótta þekju á
steinunum, en í straumlitlum ám
myndar það tægjur og skott sem
geta orðið allt að einum metra á
lengd.
í fjöllum á meginlandi Evrópu
nær lækjaskottið oftast hámarki í
mars eða apríl og kjörhiti þess er
talinn vera frá 2 til 12°C. Það er
talið þrífast best í tiltölulega súru
(pH 5-7) og næringarsnauðu
vatni, en dæmi eru þó um að það
geti vaxið í næringarríkum lækj-
umtilijalla.
Það hefur lengi verið höfuð-
verkur þörungafræðinga hvar
skipa skuli lækjaskottinu í flokk.
Sumir töldu það skyldast brún-
þörungum í sjónunt, en niður-
staðan hefur orðið sú að flokka það með gull-
þörungunum svonefndu (Chrysophyceae),
en þar hefur lækjaskottið algera sérstöðu,
sem birtist í því að það er talið eina tegundin
198