Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 57
2. mynd. Lœkjaskott, Hydrurus foetidus, úr Glerá, Akureyri 1981; 40-föld stœkkun. - A
sample of Hydrurus foetidus from Glerá, Akureyri 1981. Obj. 40x. Ljósm./photo: Helgi
Hallgrímsson.
í ættkvíslinni Hydrurus, ættinni Hydrura-
ceae og ættbálkinum Hydrurales. Gullþör-
ungar eru nú taldir í fylkinguna Chormo-
phyta, ásamt brúnþörungum, kísilþörungum,
skoruþörungum o.fl. flokkum.
■ LÆKJASKOTT Á ÍSLANDl
Lækjaskottsins var fyrst getið hér á Iandi af
frönsku þörungafræðingunum Hariot (1893)
og Belloc (1894), sem fundu það í nokkrum
ám á Vestfjörðum. Bprgesen (1899) getur
þess úr Þverá á Suðurlandi. Greinarhöfund-
ur getur um það í Galtará á Eyvindar-
staðaheiði (1977). í „Veröldinni í vatninu“
(L útg. 1979) er það talið algengt í ám og
lækjum, helst til íjalla, og í 2. útg. sömu bókar
(1990) er þess getið að það hafí þakið „steina
í botni Glerár á Akurcyri, forstreymis, með
samfelldu brúnu slýlagi um miðjan júní
1981“.
Lækjaskottið er algengt hér á landi, a.m.k.
norðanlands. Eins og þegar var getið er
stundum svo mikið af þessum þörungi í
ánum að hann þekur alla steina á botninum,
með 1-10 sm þykku hlaupkenndu lagi, og
verður botninn þá brúnn eða grábrúnn
tilsýndar. Á láglendinu vex hann helst á
vorin, í maí-júní, en þegar líður á sumar og
vatnið hlýnar hverfur hann oftast og aðrir
þörungar taka við. Til fjalla má finna hann
allt sumarið, aðallega í lækjum og kvíslum
sem koma undan jöklum eða fönnum, og er
þá oftast mest af honum nálægt upptökum
kvíslanna, þar sem vatnið er kaldast. Við þær
aðstæðursafnastjökulleiríhlaupið, svo það
verður öskugrátt tilsýndar á botninum.
I Glerá við Akureyri vex lækjaskottið oft í
stórum stíl á vorin og byrjar líklega oftast að
vaxa meðan áin er ísi lögð. Eftir vorleysingar
í júní ber jafnan lítið á því, enda er líklegt að
hið stóraukna vatnsmagn og straumur
leysingavatnsins rífi meginið af því í burtu.
Einnig fylgir leysingunum oft gríðarleg
moldarmengun í ánni.
í reksýnum, sem tekin voru úr Glerá á
mánaðar fresti árin 1971-1972, fannst lækja-
skott þó aðeins á tímabilinu frá 14. júní til 1.
október, en það mun vera sá tími sem það
vex mest í upptakakvíslum hennar. Reyndar
fannst það líka í nokkru magni fastvaxið á
steinum í ánni á Oddeyri í ágúst 1981
(Kristín Aðalsteinsdóttir 1987). Geta ber
199