Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 66
Fréttir
SETUR SALARINNAR
Franski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn René Descartes (1596-1650) taldi að sál
mannsins væri aðgreind frá líkamanum en tengdist honum gegnum heilaköngul (corpus
pineale), sem gengur niður úr aftanverðum heilanum. Síðar vöknuðu grunsemdir um það að
heilaköngullinn ætti þátt í að tímasetja kynþroska manna og þá var sálin að sjálfsögðu snarlega
llutt úr nábýli við hann.
Þótt menn leiti ekki lengur að því hvar sálin tengist þeirri útlegð sem síra Hallgrímur segir að
hún verði að þola „í holdsins hreysi naumu, haldin fangelsi aumu“, þykjast fræðimenn í
Kaliforníu hafa fundið tengsl á milli trúarreynslu manna og sérlegs hluta heilans.
Vísindamennirnir greindu fylgni milli ofsatrúar og flogaveiki sem á uppruna í gagn-
augablöðum heilans. Vilayanur Ramachandran og samstarfsmenn hans við Kaliforníu-
háskóla í San Diego fylgdu þessu eftir með samanburði á fólki með flogaveiki á gagnauga-
blöðum, hátrúuðum sjálfboðaliðum og úrtaki manna með ókunnar trúarskoðanir. Mönnunum
voru sýnd 40 orð sem sum voru hlutlaus, önnur voru klúr eða ofbeldiskennd og enn önnur
tengd trúarlífi. Viðbrögðin við orðunum voru mæld út frá rafleiðni í húð á vinstri hendi. I ljós
kom að þeir sem ekki voru valdir út frá trúarsannfæringu brugðust aðeins við klúru orðunum,
hinir hátrúuðu brugðust bæði við klúru og trúarkenndu orðunum en hinir Oogaveiku sýndu
mjög áköf viðbrögð við þeim orðum sem tengdust trúmálum. Þó tengdust þessi viðbrögð hjá
hverjum og einum vissum flokkum orða fremur en öðrum. Ramachandran grunar að gagn-
augablöð heilans séu setur trúarreynslu manna.
SjáNew Scientist, 8. nóvember 1997, bls. 7.
Ömólfur Thorldcius tók saman.
RAFEINDANEF TRYGGIR
Efnafræðingar við Flórídaháskóla í Gainesville eru að prófa greiningartæki sem þeir vona að
geti greint fýlu af skemmdu sjávarfangi áðuren mönnum verði meint af að neyta þess. Tækið
var nýlega látið meta gæði rækju og reyndist í mestu sammála þjálfuðum matsmönnum
bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar.
New Scientist 28. 3.1998.
208