Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 68
1. mynd. Kort af Flóa og nágrenni. Þjórsárhraunið er sýnt með skástrikum. Útbreiðsla
hraunsins er dregin samkvœmt korti Arna Hjartarsonar (1988). — Location map of Flói,
South lceland. The Þjórsá lava is shown by oblique lines according to Arni Hjartarson
(1988).
en elri, birki og víðir orðin ríkjandi (Þorleifur
Einarsson 1968). Aldur þessarar myndunar
er 3,1-0,7 milljón ár (Aronson og
Sæmundsson 1975, Haukur Jóhannesson
og Kristján Sæmundsson 1998), en milli
hennar og ofanáliggjandi laga er allmikil
eyða f jarðsögu svæðisins. A þeim tíma hafa
ýmsir helstu landslagsdrættir í Holtum og
Landssveit mótast.
Á berggrunninum hvíla setlög frá síðasta
jökulskeiði ísaldar og ísaldarlokum (2.
inynd). Hér og þar má sjá jökulberg, einkum í
lægðum og lautum í yfirborði Hreppa-
myndunarinnar, eins og t.d. hjá Vatnsenda í
Villingaholtshreppi. Þar er á jökulberginu
sjávarset með skeljum, völuberg og sand-
steinn frá lokum síðasta jökulskeiðs. Sjávar-
setið myndaðist þegar jökla tók að leysa í
ísaldarlok og leysingarvatnið streymdi til
sjávar. Þá hækkaði í höfunum og sjór fylgdi
jökulröndinni þegar jökullinn hörfaði. Eftir
myndun sjávarsetsins safnaðist fyrir ská-
lögótt árset, möl og sandur sem víða er orðið
að völubergi og sandsteini, en setið barst
fram með jökulám. Þá hlóðu árnar upp eyrar
framan við jökulröndina um það leyti sem
210
J