Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 69

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 69
 8 JaiSvegur i®;| 7 Skeljalög - Nákuðungslög M4-in H17 H H1 5 Þjórsárhraun iKH ^ 1 3 Árset og sjávarsel frá síðjökultíma og jökulberg i 1 1 iqii 1 !' ^jjl (• fíþ *l! 2 Hreppamyndnn Hraunlög með setlögum á milli L|4-|'l 1-17 HL . 1 ® (S Skeljar 2. mynd. Einfölduð mynd af skipan jarðlaga í neðanverðum Flóa. - A simplified strati- graphical section from Flói, South Iceland. 1. Marine shells. 2. The Hreppar Formation. 3. Fluviatile and marine sediments from the Late Weichselian and tillites. 4. Peat. 5. The Þjórsá Lava. 6. Peat. 7. The Nucella lay- ers. 8. Soil. land fór að rísa í ísaldarlok er jökulfarginu •étti. Jarðvegur myndaðist síðan á yfirborði setlaganna áður en Þjórsárhraunið mikla rann yfir þau. Hann kemur í ljós sem 30 cm þykkur mór í jarðlagasniði í vesturbakka Þjórsár hjá Þjórsárbrú (Guðmundur Kjart- ansson 1943, Guðmundur Kjartansson o.fl. 1964). A fyrri hluta nútíma, en hann telst byrja fyrir 10.000 árum, rann Þjórsárhraunið í sjó fram í Flóa og kaffærði setlög frá ísöld og ísaldarlokum nema í Villingaholtshreppi og á fáeinum öðrum stöðum sem eru afmarkaðir á 1- mynd (Guðmundur Kjartansson 1943 og •958, Guðmundur Kjartansson o. fl. 1964, Elsa Vilmundardóttir 1977, Árni Hjartarson • 988). Þjórsárhraun er eitt mesta hraun sem komið hefur upp á jörðinni á nútíma og hefur það runnið um 140 km leið frá Heljargjá norðaustan Veiðivatna og út fyrir núverandi strönd við Stokkseyri og Eyrarbakka. Hraunið er dæmigert sprunguhraun og hefur liklega verið tiltölulega þunnfljótandi, enda breiddi það mjög úr sér. Það þekur nú um 270 knr af flötu láglendi Flóans eftir að hafa runnið um 100 km frá gosstöðvunum. Hraunið þynnist eftir því sem fjær dregur gosstöðvunum. í Landssveit er það um 30 m Þykkt, á Skeiðum 20-25 m og niðri í Flóa yfirleitt 15-20 m þykkt. Það er nokkuð misþykkt og má þar nefna að rétt austan Stokkseyrar er það um 40 m þykkt, en þar hefur hraunið fyllt upp í alldjúpa lægð. Á yfirborði hraunsins skiptast á sléttir hellu- hraunsflákar og úfið apalhraun og töluvert er af gervigígum í hrauninu, einkum í Flóa. Hraunið er gráleitt með hvítum plagíóklas- dílum og eru dílamir víðast 4—5% af rúmmáli þess (Elsa Vilmundardóttir 1977, Árni Hjartarson 1988). Líklega hefur Þjórsárhraunið aðskilið Ölfusá og Þjórsá og markað þeim farvegi, sinn hvorum megin við sig, en áður flæmd- ust þær líklega saman um áreyrar og sanda á Skeiðum og í Flóa (Árni Hjartarson 1988). Á Stokkseyri og Eyrarbakka er botn Þjórs- árhraunsins víða 15-20 m undir sjávarmáli og hraunið teygir sig í sjó fram og nær t.d. undan Eyrarbakkahöfn um IV2 km út fyrir núverandi strönd (Elsa Vilmundardóttir 1977). Hraunjaðarinn er um það bil 10 m hár, en gera má ráð fyrir að töluvert set hafi sest til framan við hann og upphaflega hafi hann staðið mun hærra yfir botninn. Þegar hraun- ið rann stóð yfirborð heimshafanna mun lægra en nú, því mikið vatn var bundið í leifum ísaldarjökla víða um heim, einkum í Norður-Ameríku. Á þessum tíma rann Þjórsárhraunið út fyrir núverandi strönd (1. mynd). Flest bendir til þess að landið 1 Flóa hafi verið að síga síðan þá. Á fyrstu árþúsundum eftir að hraunið rann mynd- aðist jarðvegur á hrauninu og gróður náði að festa þar rætur. Á síðari öldum helur sjór hins vegar flætt inn á hraunjaðarinn og kaffært þar bæði jarðveg og gróður fremst á hrauninu. Þetta rná m.a. ráða af íjörumó á 150 cm dýpi undir flóðmörkum í skerjagarðinum 211
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.