Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 73
■5. mynd. Skeljalög frá myndunartíma nákuðungslaga á Stokkseyri. Greinilegur rojflötur
Hggur á ská upp eftir lögunum og alldjúpar, fylltar rofrennur sjást ofan í skeljalögin (sjá
við hamarinn). - Shell layers from the Mid-Holocene Nucella transgression at Stokkseyri,
South Iceland. A distinct erosional contact is visible under the pebbly layer and deep
erosional channels filled up with sand mixed with soil (see to the right of the hammer).
Ljósm./photo: Bryndís í. Stefánsdóttir 1986.
Fánugerðin virðist alls staðar vera svipuð
°g ekki sjáanlegur marktækur munur á
dýrasamfélögum neðst og efst úr jarðlaga-
sniðunum (2. og 3. tafla). Eins og áður sagði
fundust flestar tegundir í miðhluta skelja-
laganna á Stokkseyri, en þeim fækkar
nokkuð í jarðlagasniðum bæði í vestur- og
austurátt frá Stokkseyri og einnig inn til
landsins. Af sniglategundum ber mest á
doppum (Littorina); klettadoppu (Littorina
saxatilis og L. rudis) og þangdoppu (L.
obtusatá), og sums staðar eru þær meira en
helmingur fánunnar þegar einstaklingar eru
taldir. Þá er mikið af þarastrúti (Lacuna
vincta), bárusnotru (Onoba semicostata),
baugasnotru (Onoba aculeus), nákuðungi
(Nucella lapillus) og beitukóngi (Buccinum
undatum). Af samlokum ber mest á kræklingi
(Mytilus edulis), gluggaskel (Heteranomia
squamulá) og rataskel (Hiatella arctica).
Vörlukarl (Verruca stroemia) og fjörukarl
(Balanus balanoides) eru algengustu
hrúðurkarlategundirnar í sýnunum.
Fánan er greinilega áfána sem hafðist við
á föstum botni, einkum ldöppum, steinum og
þörungum, þ.e. hún gróf sig ekki niður í
botninn eins og ífánan. Hún Iifði á litlu dýpi
uppi við strönd í orkumiklu umhverfi.
Þangdoppa er í öllum sýnunum og mjög
áberandi í mörgum þeirra, en nú er hún við
strendur landsins á minna en 6 m dýpi
(Ingimar Óskarsson 1962). Örfáar tegundir
sem eingöngu hafast við á meira dýpi, eins
og t.d. öðlingur (Modiolula phaseoliná),
hafa fundist í sýnunum en þær hafa að öllum
líkindum skolast upp í fjöru af meira dýpi.
Svo virðist sem Þjórsárhraunið hafi verið
mjög ákjósanlegur botn fyrir þessar tegund-
ir þar sem það náði út í sjó milli Þjórsár og
Ölfusár.
Tegundir sem lifa eingöngu í köldum sjó
eru ekki í fánunni. Hvað varðar kröfur til
215