Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 84
wá'\(/
'««•// r
;a$%*
ifM
im
nft/m
'^míw
1. mynd. Dýptarlínukort af N-Atlantshafi sem sýnir staðsetningu Islands á
neðansjávarhrygg sem liggur milli Grœnlands og Skotlands.
sjávarhiti við hafsbotn hinsvegar töluvert
hærri, eða um 2,5^f,0°C (2. mynd). Vegna
Golfstraumsins er botnhiti sjávar á land-
grunninu sunnan og suðvestan við Island
fremur hár, frá um 5°C til rúmlega 8°C.
Sameiginlega mynda þessir hlýju og köldu
hafstraumar tiltölulega hlýtt en afmarkað
botnsvæði á landgrunninu sunnan og
vestan við landið, og út eftir Reykjanes-
hryggnum. Þessar sérstæðu andstæður milli
hlýs og kalds sjávar hafa úrslitaáhrif á
útbreiðslu ýmissa lífverutegunda og eiga
töluverðan þátt í að mynda náttúrleg landa-
mæri milli ólíkra botndýrasamfélaga. Þær
eiga einnig drjúgan þátt í að vekja alþjóð-
legan áhuga á því að rannsaka tegundir sem
þrífast á botni sjávar við Island.
■ FYRRI RANNSÓKNIR
OG MARKMIÐ
Botndýr eru þau dýr sem lifa á sjávar-
botninum, grafa sig niður í botnset eða eru á
sundi nálægt botni (3. mynd). í einstaka
tilfellum getur stærð þessara dýra verið
nokkrir metrar, en algengast er að þau séu
nokkrir senti- eða millimetrar á stærð.
Árin 1895 og 1896 voru gerðar alhliða
náttúrufræðiathuganir á hafsvæðinu við ís-
land, Færeyjar og Grænland af danska varð-
skipinu Ingolf. Helsta þekking manna á
útbreiðslu botndýra byggist á niðurstöðum
þessa rannsóknaleiðangurs og birtust þær á
árunum 1898-1950 í ritröðinni Den Danske
Ingolf-Expedition. Á öndverðri 20. öld
stunduðu nokkrir vísindamenn frekari rann-
226