Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 95
VlCTOR MORITZ
Goldschmidt og
JARÐEFNAFRÆÐIN
STEFÁN ARNÓRSSON
Victor Moritz Goldschmidt beitti
fyrstur manna aðferðum eðlisefna-
fræði til að skýra og skilja ýmis jarð-
frœðileg fyrirbœri og ferli. Þess vegna
hefur hann verið nefiídur faðir nútíma-
jarðefnafrœði. Goldschmidt sýndi fram
á að innbyrðisstœrð frumefna í steind-
um rœður mestu um kristalbyggingu
þeirra. Hann lagði grunninn að skiln-
ingi manna á hringrás einstakra frum-
efna í og á jörðinni. Árið 1936 ritaði
hann: „Kolefnishringrásin er sérstak-
lega áhugaverð þar sem hún sýnir
mikilvœgi bruna kola og annars elds-
neytis fyrir koltvíoxíðinnihald and-
rúmsloftsins... Þetta sýnir að starfsemi
manna nú á dögum er mikilvœgt jarð-
efnafrœðilegt ferli. “ Nú er talað um að
þessi bruni valdi gróðurhúsaáhrijum.
■ ÆVIÁGRIP
Victor Moritz Goldschmidt fæddist í Ztirich í
Sviss 27. janúar 1888 og var hreinn gyðingur
langt aftur í ættir. Faðir hans, Heinrich
Stefán Arnórsson (f. 1942) lauk B.S.-prófi í
jarðfræði frá Edinborgarháskóla 1966 og doktors-
prófi í hagnýtri jarðefnafræði frá Imperial College
í London 1969. Hann starfaði við jarðhitadeild
Orkustofnunar á árunum 1969-1978 en síðan við
Háskóla íslands, fyrst sem dósent og síðar sem
prófessor. Stefán hefur unnið víða erlendis sem
ráðgjafi á sviði jarðhita.
Jacob, var efnafræðingur, fæddur og
uppalinn í Prag, en móðir hans, Amalie, var
frá Danzig (nú Gdansk í Póllandi).
Árið 1893 fluttist Goldschmidt-fjöl-
skyldan til Amsterdam, þar sem Heinrich
fékk stöðu við háskólann. Þar starfaði hann
með Jacobus Henricus van’t Hoff sem var
einn fremsti eðlisefnafræðingur heims á
þeim tíma. Þremur árum síðar fluttist
fjölskyldan til Heidelberg í Þýskalandi er
Goldschmidt eldri hlaut prófessorsstöðu
við háskólann þar. Síðan lá leiðin til
Goldschmidt á Göttingenárunum (um
1932).
Náttúrufræðingurinn 68 (3-4), bls. 237-247, 1999.
237