Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 102

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 102
hver fyrir aðra í kristalgrind þótt þær til- heyrðu ekki sama frumefni. Hér kom fram nýr skilningur á svonefndum blandkristöllum. Aður fyrr höfðu menn séð blandkristalla fyrir sér þannig að um blöndu tveggja krist- alla væri að ræða en ekki jónaskipti í einum og sama kristalnum. Þessi nýi skilningur á efnafræði kristalla var stórt framfaraskref. Það eru engar sam- eindir í kristöllum heldur regluleg uppröðun jóna, og stærð kristalla á sér í raun engin takmörk. Skipta má um jónir í kristalgrind án þess að breyta henni þótt þær séu ekki allar af sama frumefni, aðeins ef stærðin er nokkurn veginn sú sama. Þannig má líkja kristalgrind við vegg úr múrsteinum. Hleðsl- an í veggnum er eins svo lengi sem allir múrsteinarnir eru jafnstórir, hvort sem þeir eru rauðir eða gulir. Goldschmidt sýndi fram á að svo lengi sem geisli skiptijónar í kristal viki ekki meira en 15% frá þeirri jón sem hún skipti við, mætti gera ráð fyrir að engar hömlur væru á frjálsum jónaskiptum. Hleðsla jónarinnar skipti ekki meginmáli. Sem dæmi má nefna að steindin kalífeldspat inniheldur jafnan nokkuð af baríum. Baríumjónir, sem eru tvígildar, skipta fyrir eingildar kalíumjónir. Með því að skipta út kísli (fjórgilt) um leið fyrir ál (þrígilt) helst hleðslujafnvægi, en það er nauðsynlegt. Svona skipti eru sögð pöruð. Hér innleiddi Goldschmidt tvö ný hugtök, föngun (capture) og aðgangur (ad- mission). Þegar aðalefni hefur svipaðan geisla en hærri hleðslu sýnir kristáll meiri tilhneigingu til að taka efnið inn í grind sína, hvort sem hann myndast í vatni eða bráð. Slíkt efni er fangað. Þannig fanga kalífeld- spöt baríum. Ef jón hefur svipaðan geisla en lægri hleðslu hefur kristallinn vissulega tilhneigingu til að taka við efninu, en ekki mikla; hann leyfir því aðgang. A þessum tíma var takmörkuð vitneskja til staðar um ýmis snefilefni í steindum. Hér sá Goldschmidt fyrir sér hvernig gerlegt væri að segja fyrir um í hvaða steindum leita bæri að ýmsum snefilefnum, svo sem málmum. Ef snefilefni mynda jón af sömu eða svipaðri stærð og aðalfrumefni í steind væri við því að búast að snefilefnið fyndist í slíkri steind; það skipti fyrir aðalefnið í kristalgrindinni. Magn frumefnisins í steindinni réðist af magni þess í því kerfi sem steindin myndað- ist í og innbyrðisstærð og hleðslu aðalefnis og snefilefnis. Hér skulu tekin dæmi til frekari áherslu þessari mikilvægu ályktun. Germaníum er skylt kísli, liggur næstfyrir neðan það í lotukerfinu (4. mynd). Það er því stærra en rafhleðslan sú sama. Munurinn á geisla germaníumjónar (Ge+4) og kísiljónar (Si44) er 0,05 Ángström, eða sem næst 17%. Þessi munur er það mikill að germaníum skiptir treglega fyrir kísil í kristöllum, en þó misjafnlega. Sumar steindir samanstanda af keðjum af kísli og súrefni, sem liggja sam- síða, aðrar af lögum og enn aðrar mynda samfelldar grindur. Germaníum skiptir auð- veldlegast fyrir kísil í keðjusilíkötum. Það breytir litlu þótt hver keðja lengist aðeins við það að skjóta germaníum inn í staðinn fyrir kísil. Á hinn bóginn gengur germaníum treglegast inn í grindarsilíköt. Þar er sveigjanleikinn minnstur til að skipta út minni kísiljón fyrir stærri germaníumjón. Sink í náttúrunni er ætíð tvígilt. Geisli hinnar tvígildu sinkjónar er 0,74 Ángström, eða mjög svipaður og á tvígildu járni og ekki mjög frábrugðinn stærð tvígildrar magnesíumjónar (4. mynd). Því finnst sink einkum í járn-magnesíumsilíkötum og járn- oxíðum, einkum þar sem kristalgrindin er þannig að fjögur eða sex súrefnisfrumeindir umlykja katjónirnar. Eins og járn er sink brennisteinsleitið og myndar jrví fyrst og fremst súlfíðsteindir sé brennisteinn fyrir hendi. Goldschmidt dró að sér fjölmarga unga og skapandi vísindamenn sem náðu miklum árangri. Einn þeirra, Austurríkismaðurinn Felix Machatschki, kom til hans sem Rockefeller-styrkþegi árið 1927. Honum tókst að færa sönnur á hvernig kristal- byggingu feldspata væri háttað, en feldspöt eru langalgengust silíkata og mynda um helming af jarðskorpunni. Machatschki sýndi fram á að byggingareining feldspata, og raunar annarra silíkata, er ferflötungur af einni kísiljón og fjórum súrefnisjónum. Kísillinn situr í miðjunni en súrefnið liggur í hornum ferflötungsins. Goldschmidt hafði 244
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.