Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 103
:0
6
c
3
V)
'O
,W)
5. mynd. Kolefnishringrásin. Mýndin er teiknuð eftir samsvarandi mynd sem birtist eftir
Goldschmidt árið 1934. 1 = einn milljónasti úr grammi (g). Reitirnir sýna hin ýmsu
forðabúr kolefnis á jörðinni (andrúmsloft, sjór, vatn o.s.frv.). Tölurnar í hverju forðabúri
sýna afstæða stœrð þess. Tölumar um flutning milli forðabúra miðast við tólf mánaða
tímabil.
forðast silíkötin, taldi þau flókið viðfangs-
efni, og hafði því lagt áherslu á kristal-
byggingu annarra steinda þótt óalgengari
væru.
Þessi vinna Machatschki var upphafið að
greiningu á kristalbyggingu silíkata, sent er
sá flokkur steinda sem myndar nær alla
skorpu og möttul jarðar, en nú er þessi
kristalbygging yfirleitt kennd í upphafi
jarðfræðináms við framhaldsskóla.
Goldschmidt tengdi kristalbyggingu
steinda við ýmsa eðlisfræðilega eiginleika
þeirra. Þegar stórar jónir með litla hleðslu,
eins og natríum (Na+) og klór (CÞ), mynda
kristal (heitir lialít, í daglegu tali nefnt
matarsalt) verða bindingarnir veikir. Afleið-
ingin er sú að kristallinn verður tiltölulega
linur, nteð lágt bræðslumark og auðleystur í
vatni. Þegar kristall samanstendur hins
vegar af jónum sem eru litlar og/eða með
stóra hleðslu, eins og kísill og súrefni í
kvarsi eða ál og súrefni í kórundum, verða
bindingarnir sterkir, kristallarnir því harðir,
bræðslumark þeirra hátt og leysni í vatni lítil.
Með vinnu sinni í Osló á þriðja áratug
aldarinnar lagði Goldschmidt grunninn að
nútímajarðefnafræði. Áður hafði steinda- og
kristallafræði einkennst af mælingum og
lýsingum. Nú lá hins vegar fyrir skilningur
sem tengdi þessar fræðigreinar við
eðlisfræði frumefna. Ekki virðist Gold-
schmidt þó hafa látið sér detta í hug að
tengja eðlisefnafræði, þ.e. varmafræði efna-
hvarfa, við eðlisfræði frumefna. Það kemur
a.m.k. hvergi fram svo ég viti.
■ GÖTTINGENÁRIN
Meðan Goldschmidt starfaði í Osló fékk
hann mörg boð um atvinnu við aðra
háskóla. Að lokum þáði hann, árið 1929, boð
um að koma til Göttingen. Hann fékk tvær
byggingar undir rannsóknir sínar og tólf
245