Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 106
STOFNAÐ 1889
Hið íslenska náttúrufrœðifélag var stofnað árið 1889.
Það hafði upphaflega það meginmarkmið
að koma á fót náttúrugripasafiii.
Árangur þess staifs varð Náttúrugripasafnið í Reykjavík sem síðar var fœrt
íslenska ríkinu að gjöf og er nú Náttúrufræðistofnun Islands.
Félagið hefur alla tíð unnið að eflingu náttúrufrœða og að
náttúruverndarmálum, m.a. með útgáfu frœðirita, Jyrirlestrahaldi
og frœðsluferðum.
- Tímaritið Náttúrufræðingurinn, sem er
alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði,
hefur nú komið út á vegum félagsins í
hátt í sjö áratugi (fjögur hefti á ári).
- Félagið hefur staðið fyrir útgáfu nokkurra
mikilvægra bóka um náttúrufræði, en
þær eru Flóra íslands, Náttúra
Mývatns, Villt íslensk spendýr og
Surtsey, lífríki í mótun.
- Félagið hefur gefið út tvö veggspjöld sem
víða hanga uppi á ferðamannastöðum, í
skólum og sumarbústöðum. Þau eru
Flóra íslands og íslenskir fuglar.
- Félagsbréferu gefin út nreð fundarboðunr
og fréttum af starfsemi félagsins.
- Frœðsluerindi um náttúrufræði eru flutt á
vetrum síðasta mánudag hvers mánaðar.
- Náttúruskoðunarferðir með sérfróðum og
staðkunnugum leiðsögumönnum eru
farnar á sumrin, bæði dagsferðir og
lengri.
- Argjöld Hins íslenska náttúrufrœðifélags
árið 1999 eru kr. 3.500 fyrir almenna
félagsmenn, kr. 2.500 fyrir skólanema
(gildir í fjögur ár) og kr. 4.300 fyrir hjón.
Hlemmi 3 Pósthólf 5355 125 Reykjavík Sími 562 4757 Netfang: natt@ni.is
248