Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 111
EnDURSKOÐUN Á LÖCUM UM MATÁ
UMHVERFISÁHRIFUM. ITREKUN Á ÁLYKTUN
AÐALFUNDAR HIN 1997 OG VIÐBÚT VID
HANA
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN), haldinn 28. febrúar 1998 í
Reykjavík, ítrekar ályktun aðalfundar HÍN
frá 1. mars 1997 um endurskoðun á lögum
um mat á umhverfisáhrifum (nr. 63/1993) og
hvetur þar til skipaða nefnd að huga
sérstaklega að eftirfarandi þremur atriðum:
a) Að bráðabirgðaákvæði nr. II. í núgildandi
lögum (um áframhaldandi gildi veittra leyfa til
framkvæmda) verði fellt niður.
b) Að landgræðsluaðgerðir, þar með talin
skógrækt, sem eitthvað kveður að skuli sæta
mati á umhverfisáhrifum og settar verði reglur
til að auðvelda og flýta fyrir því matsferli.
c) Að stærðarmörk matsskyldra efnis-
lökustaða verði minnkuð frá því sem nú
gildir, skv. 4. tölulið í 5. gr. laga 63/1993.“
Greinargerð fylgir, en einnig er vísað til
greinargerðar með ályktun aðalfundar HIN
frá 1997 um sama efni.
Verndun og friðlýsing
ATHYGLISVERÐRA JARÐMYNDANA. ÍTREKUN
Á ÁLYKTUN AÐALFUNDAR HIN 1997
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN), haldinn 28. febrúar 1998 í
Reykjavík, ítrekar ályktun aðalfundar HÍN
frá 1. mars 1997 um „Verndun og friðlýsingu
athyglisverðra jarðmyndana" og hvetur
umhverfisráðherra, Náttúruvernd ríkisins
og Náttúrufræðistofnun íslands til að vinna
sem fyrst að friðlýsingu allra ósnorlinna og
lítt raskaðra gjall- og klepragíga, sem eftir
eru í landinu, og stuðla eins og frekast er
unnt að verndnun hrauna sem þeim fylgja.
Einnig að vinna sem mest gegn frekari
spjöllum á hraunum."
Vísað er til greinargerðar með ályktun
aðalfundar HÍN 1997 um sama efni.
VlÐBÓT VIÐ ÍTREKAÐA ÁLYKTUN UM
VERNDUN IARÐMYNDANA: VERNDUN OG
FRIÐLÝSING LAUSRA JARÐLAGA OG
JÖKULMENJA
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN), haldinn 28. febrúar 1998 í
Reykjavík, hvetur umhverfisráðherra, Nátt-
úruvernd ríkisins og Náttúrufræðistofnun
Islands til að vinna sem fyrst að kort-
lagningu, flokkun og friðlýsingu athyglis-
verðra lausra jarðlaga á landinu. einkum
jökulstigsmenja og sjávarstrandarhjalla, auk
athyglisverðra landmótunarmenja eftir jökla
landsins fyrr og nú.“
Greinargerð fylgir.
Ár hafsins: Verndun og vöktun
HAFSINS UMHVERFIS ÍSLAND
„Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags (HÍN), haldinn 28. febrúar 1998 í
Reykjavi'k, hvetur hlutaðeigandi stjórnvöld
til að efla til muna rannsóknir á undir-
stöðuatriðum í vistkerfi sjávar á íslands-
miðum, og til að leggja sérstaka áherslu á
mikilvægi þess að bætt verði úrbrýnni þörf á
auknum rannsóknum og vöktun á ólífrænum
og lífrænum þáttum neðarlega í fæðukeðju
sjávarvistkerfisins, og einnig til að leggja
mikla áherslu á mikilvægi þess að beina
hafrannsóknum að þeim þáttum sjávar-
vistkerfisins sem rekja má til athafna
íslendinga sjálfra.“
Greinargerð fylgir.
Fleiri mál voru ekki á dagskrá né önnur
mál. Formaður þakkaði starfsmönnum
fundarins og starfsmönnum félagsins fyrir
vel unnin störf og sleit síðan fundi.
■ FRÆÐSLUFUNDIR
Fundirnir voru að venju haldnir að kvöldi
síðasta mánudags hvers vetrarmánaðar. Frá
áramótum til vors voru fundirnir haldnir í
stofu 101 í Lögbergi en á haustmánuðum
aftur í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi
Háskólans. Haldnir voru 7 fundir og sóttu
þá alls um 370 manns. Fyrirlesarar og erindi
voru sem hér segir:
27. janúar. Þóra Ellen Þórhal 1 sdóttir,
prófessor: Þjóðgarðar í Bandaríkjum
Norður-Ameríku. Fundinn sóttu 86 manns.
24. febrúar: Haukur Jóhannesson, jarð-
fræðingur, og Árni Snorrason, vatna-
fræðingur: Vatnajökulsgosin 1902-1910 í
253