Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 10
4 NÁTTÚRUFR. ennþá stærra, því það nær ennþá sunnar meðfram ströndum Ev- rópu, og á hinn bóginn ná heimkynni hennar í Kyrrahafinu bæði austar og vestar en heimkynni þorsksins. Eins og kunnugt er, ferðast hún meira miðsvæðis og við yfirborð sjávar en þorskur- inn, og gengur stundum upp í ár og vötn. Heimkynni skarkolans í höfunum er dálítið meira takmarkað, ekki sízt vegna þess, að skarkölinn er grunnsævisfiskur, sem næstum einungis lifir á linum botni. Einkum ber þess að geta, að í Atlantshafinu er skarkolinn einungis við austurströndina, eða Evrópu-megin, en ekki við strendur Ameríku. Hann gengur eklci heldur alla leið inn í Eystrasalts-botn eins og þorskurinn og síld- in, og í Kyrrahafinu er útbreiðslustæðið minna, og slitið í sund- ur í Beringssundinu. Á. F. Bjórínn. Þó að bjórinn sé ekki innlent dýr hér hjá okkur, kannast hvert mannsbarn við hann, vegna hinna sérkennilegu lifnaðarhátta hans. Hve löt sem við kunnum að hafa verið að lesa náttúrufræð- ina í skólanum, situr þó í okkur þetta um bjórinn, að hann er eitthvert stærsta nagdýrið, að hann grefur sér skýli í fljótsbökk- um og hefir innganginn undir yfirborði vatnsins, að hann fellir stór ftré og bútar þau í sundur, að hann hleður stýflur o. s. frv. Litla náttúrufræðin segir lítið meira um hann en þetta, og all- ur þorri manna fnæðist lítið meira um hann en það. Þó að lítið sé, er það þó nóg til að vekja forvitni manna um dýrið og ætla eg því að segja hér ofurlítið nánar frá því. Bjórinn er nagdýr, eins og áður er getið. Það er fyrst ein- kennilegt við nagtennurnar í honum, að glerjungur er á þeim að framan en ekki að innanverðu. Við notkunina slitna þær að inn- anverðu en glerjungurinn lítið; þær eru því líkastar sporjárni eða axaregg, með sneiðinguna inn. Vegna þessarar lögunar eru tenn- urnar honum hentugt verkfæri við skógarhöggið. Hann lifir af berki ýmissa trjátegunda, rótarskotum þeirra o. fl. Hann kýs frekar grannar greinar heldur en gilda stofna. En til þess að komast að greinunum, verður hann að fella trén, þar sem hann getur ekki klifrað upp í þau. Hann rœðst oft á tré, sem hafa manns- gildleika að neðanverðu; þá rís hann upp á afturlappirnar, hall-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.