Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 18
12 NÁTTÚRUFK. meira er um þá í heitu höfunum en þeim köldu. Margir þeirra. hafa dálítið hár, bifhár, sem þeir geta hreyft sig úr stað með. Gerlarnir gera mjög mikið gagn í sjónum, því þeir annast rotn- un dauðra dýra og jurta. Annar flokkur svifplantnanna er sundþörungarnir (Dino- flagellata). Allur er líkami þeirra ein sella, en þrátt fyrir það Ceratium fusus. Dinophysis. Peridineum. Sundþörungar (Dinoflagellata) mjög mikið stækkaðir. eru þeir all-margvíslegir útlits. Oft er sköpulag þeirra þannig,. að þeir eiga auðvelt með að halda sér uppi, og er því ekki hætt við að sökkva. Sumir eru linir í sér og veigalitlir, en flestir eru klæddir brynju, sem gerð er úr mörgum plötum, úr sama efni (sellulose) og tíðast er í selluveggjum hinna æðri plantna. Plötunum er raðað niður á ákveðinn hátt, fjöldi þeirra og lögun er all-mismunandi, en á því má þekkja tegundirnar. Sund- þörungarnir hafa hreyfitæki, tvö örfín hár eða svipur, bifhár- in. Sundþörungarnir eru vanalega hér um bil einhliða, nokk- uð flatir í vaxtalagi. Hringinn í kring um selluna er dálítil skora,, og annað bifhárið er í henni, en hitt er í skoru, sem liggur út úr hringskorunni. Með bifhárinu í hringskorunni geta þörungarn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.