Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 28
22 NÁTTÚRUF3'.. héðan austur um haf til N.-Afriku, eða fara héðan aftur vestur á bóginn, suður með meginlandi Norður-Ameríku, er með öllu ókunn- ugt. Hér á landi eru því meiri líkur til, að aðeins sé um vest- rænu undirtegnndina (A. Albifrons gambeli) að ræða, fremur en aðaltegundina, og er því vafasamt, hvort rétt er að telja þær báðar meðal íslenzkra fugla. M. B. (Frh.) Hvar hafa veíðíbjölítirnar náttstað? Við Reykjavíkurhöfn heldur til allstór hópur veiðibjallna, eftir ágiskun um 300. Þær eru hér allan veturinn, og eru orðnar áll-gæfar. Er mikill munum á því, og sem var hér fyrir 20—30 árum, þegar enginn maður mátti sjá fugl nálægt, án þess að reyna að hlemma skoti á hann. Vafalaust gætu fuglar þessir þó orðið miklu gæfari, ef þeim væri gefið, og matvandir eru þeir ekki; þeir eta allt, sem úr fiski kemur, og eru auk þess sólgnir í brauð. Eins og kunnugt er, verpa veiðibjöllurnar í Sandey í Þing- vallavatni. En þó þær fái eitthvað af æti þar (silung), munu þær sækja meiri hluta fæðu sinnar til sjávar. Koma þær fljúg- andi vestur yfir heiði í þeim erindagjörðum, og fljúga sömu leið til baka. Hvort þær sækja líka eitthvað til suðurstrandarinnar skal ósagt látið. En veiðibjöllur, sem eru að koma frá Þing- vallavatni, eða að halda þangað, má iðulega þekkja frá öðrum. Þærfljúga þá venjulega 10—20 í hóp, og svo hátt uppi, að þeir, sem ekki þekkja vel til, eru í vafa hvaða fuglar það séu. Það er þó auðvelt að þekkja þær í kíki, og líka á hljóðinu. Þegar þær koma austur, til unganna, gubba þær fiski, sem þær hafa veitt handa þeim. En af því melting veiðibjallnanna er ör, er roðið oft farið af fiskinum. Eitt sinn sá eg í Sandey fiskkökk, sem veiðibjalla hafði ælt handa unga sínum. Sýndi kökkurinn að veiðibjallan hafði orðið fyrir happi, þegar hún kom af veiðum frá sjónum, því hún hafði þá náð í silung (vafalaust í Þing- vallavatni), því hálfur kökkurinn var úr sjófiski, (og hvítur á litinn) en hálfur úr fagurrauðum silungi. En sjá mátti að sil- ungurinn hafði verið veiddur seinna, því hann var minna eyddur. Eg hef séð veiðibjöllur á góðveðursmorgni að haustlagi, sitja fyrir lýsingu í hundraða tali á sjónum hér inn með, og þótti

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.