Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 30
24 nAttúrufk. eru, enda er grænlenzka rjúpan sérstakt kyn, frábrugðið íslenzka kyninu. Rjúpan er nefnilega staðfugl, og því nær heimkynni hvers. rjúpukyns yfir hlutfallslega lítinnhluta af því svæði, sem er heim- kynni rjúpunnar á norðurhveli jarðar. En ef engin rök duga, þá er að taka staðreyndirnar: menn hafa séð rjúpurnar fljúga til Græn- lands, og hvað þurfum við þá frekar vitnanna við. Vonandi er öll- um ljóst, hve barnaleg og hlægileg svona staðhæfing er, og sætir furðu, að slíkt skuli birtast á prenti. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að rjúpuna þjá ýmsir næmir sjúkdómar, sem geta þynnt fylkingarnar eða gert þær að. nær því engu á hlutfallslega skömmum tíma. Ekkert er því til fyr- irstöðu, að einhver sjúkdómur (t. d. Cocccidiosis) hafi eytt rjúpunni hér, eins og sannað er, að stundum verði í Noregi. ísland er svo víðáttumikið, og kraftar þeir, sem eyða líkum dýra svo sterkir og fljótvirkir, að ekki þyrftu að finnast rjúpnahræ í tugatali, enda þótt fjöldi væri fallinn í valinn. Þá er það einnig hugsanlegt, að. klakið hafi að einhverju leyti og af einhverjum ástæðum mislán- ast eitt eða fleiri ár, eða að sjúkdómur hafi einkum gripið um sig meðal ungviðisins, en það ætti að vera nægileg sönnun þeim, sem krefjast skýringar á því, hvers vegna rjúpur íinnast ekki dauðar. Á. F. Sojabatínír og sojamjóík. Englendingar lærðu af Kínverjum að tilbúa sína Wor- cester-sauce og aðrar sojur til að krydda með kjöt og fisk tíl bragðbætis. Aðalefnið í þeim er unnið úr soja-baunum, sem fást af belgplöntunni Glycine hispida. Þessar baunir eru mesta þing og hafa verið notaðar til manneldis í Kína og Japan frá aldaöðli. Þær eru mjög nær- andi (innihalda 41% eggjahvítuefni, 20% fitu og 20% kol- vetni og í hverju kílói eru 4400 hitaeiningar). Það er helmingi meira af eggjahvítuefnum í sojabaunum en mögru kjöti. Og úr baununum má pressa dýrmæta olíu. Álandi sojabaunir þykja ágætt grænmeti, og úr baun- unum má vinna „mjólk“, sem frá fornu fari hefir verið notuð eins og kúamjólk í Austurlöndum. Halldór á Hvanneyri hefir nefnt kúna „fóstru mannkyns- ins“ og er það sanngjarnt og tilhlýðilegt. En miljónír mann-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.