Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 31
NÁTTÚRUPR.
25
anna bama í Kína og Japan hafa í kúamjólkurstað fengið
sojamjólk og orðið gott af. — Þar sem sojaplantan er auðrækt-
uð. spá sumir því, að hún eigi eftir að hagnýtast enn meira,
og útbreiðast meðal hvítra manna með álíka þýðingu, sem
ódýrt manneldi, líkt og kartöflur, og þó fremur til skepnufóðurs,
enda hafa sojabaunir gefist mjög vel eftir að tekist hefir að
draga út úr þeim mesta beiskjubragðið. Samkvæmt rannsókn-
um Osborne og Mendels, er í baununum bæði fituuppleyst A-
vitamín og vatnsuppleysanlegt B-vitamín og standa þær að
þessu leyti framar öllum öðrum fræum, og hnetum.
I Kína eru sojabaunir matreiddar þannig: Þær eru bleytt-
ar í vatni, yfir nóttina — bezt í 10% saltvatni. Því næst eru
þær soðnar við hægan eld í % tíma og þar á eftir steiktar.
Einnig gera menn bragðgóðan ost úr baununum og kallast sá
ostur To fu. Van Noorden; v. d. Velde og aðrir læknar hafa notað
baunamjólk við magasjúkdóma og gefist vel, sömuleiðis við
sykurveiki.
Sjálfsagt má rækta sojabaunir á Islandi, a. m. k. til að
byrja með í gróðurskálum við jarðhita.
(Sjá: Kellogg: New Dietrics Battle treek 1921, og Fort-
schritte der Therapie, heft 5, bls.. 157).
Stgr. Matth.
Nýr ftígl.
Um mánaðamótin september—október 1932 fannst óþekktur-
fugl um borð í togaranum »Andra«. Skipið hafði legið mannlaust*
inni á Viðeyjarsundi í nokkrar vikur. Þegar komið var um borð
til þess að færa skipið inn á Reykjavikurhöfn og búa það til veiða
fundu þeir, er fyrstir komu um borð, fuglinn á þilfari skipsins, og
var hann þá sýnilega nýdauður. Var fuglinn siðan fleginn og ham-
urinn «settur upp« og þannnig sá ég hann fyrst, þegar búið var'
að ganga frá honum. Þrátt fyrir það, að miklu erfiðara er að átta
sig á uppsettum fuglahömum, en óflegnum fuglunum sjálfum, var
þó engum blöðum um það að fletta, hvers háttar fugl þetta var.
Það var fiskiörn (Pandion haiiaetus L) og hefir sá fugl aldrei sézt
fyrr hér á lanai. Fiskiörninn er á stærð við fálka, en spengilegar
vaxinn, hefir mjög langa vængi og all-langt stél. Hann er dökk--
móleitur á baki og allt hið efra um búkinn,. en mjög ljós, eðat