Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 33
.NÁTTÚRUFR. 27 Urtönd, merkt 2ih — ’32, hjá Víðikeri í Bárðardal, S.-Þing. iSkotin 7/1 — ’33 í New Ross, County of Wexford á írlandi. Hér innanlands hefir spurzt um: Rita, merkt 2h — ’32 á Sauðárkróki, fannst hálfdauð hjá Hvainmstanga V-Hún. í jan. 1933. M. B. Botngróður sjávaríns. Útvarpserindi eftir Bjarna Sæmundsson. Það er alkunna, að fjölbreyttur jurtagróður þrífst í sjón- um, þó að hann sé ekki eins fjölskrúðugur og gróðurinn á landi. Sægróðurinn er mjög háður birtunni, ekki síður en landgróð- urinn, þarfnast eins og hann krafts sólarbirtunnar til þess að geta unnið næringu sína úr líflausum efnum umhverfisins. En, eins og kunnugt er, nær sólarljósið aðeins skammt niður í sjó- inn, og því getur sjávargróðurinn ekki þrifist, þegar bakteríu- gróðurinn er undanskilinn, nema efstí sjónum, laus, eða á grunn- sævi, fastur á sjávarbotninum. Sjávargróðurinn er tvennskonar: lausagróður, eða svif- gróður, og fastagróður eða botngróður. Um svifgróðurinn, hina örsmáu kísilþörunga (díatómernar) og sundþörunga (dínóflagellatana) og hina stórkostlegu þýð- ingu þeirra, sem „frumnæring“ sjávarins, skal ekki fjölyrt hér, enda hefir það áður verið tekið til meðferðar í útvarpserindum sérstaklega (P. H.) og í sambandi við hryggningu og klak sjó- fiskanna (Á. F. og eg). — Hér er tilgangurinn aðallega að fara nokkrum orðum um fastagróðurinn, eða botngróðurinn. Botngróðurinn, sem líka mætti nefnast strandagróður, af því að hann er að mestu bundinn við strendur landanna, er að öllum jafnaði fastur við botninn, líkt og landgróðurinn í jarðveginum. Það má segja, að hann taki þar við, er landgróðurinn hættir, ná- lægt smástraums-flæðarmáli og breiðir sig svo þaðan niður á við, eins langt og birtan leyfir og hann hefir „fótfestu", í dýpsta lagi niður á 150 m. (80 faðma), og hér við land hefir fastur gróður ekki fengist á meira en 90 m.1) Annars er botngróðurinn útbreidd- *) Losnaður þari getur oft skolast niður á ineira dýpi, t. d. í fjarða- djúpunum, en margt af því, sem fiskimenn nefna gróður eða jurtir, er af dýratæi, polýpar eða svampar, sem geta lifað á mörg hundruð metra dýpi.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.