Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUPR. 71 við líkamsfegurð þá, er þannig skapast, að hún endist alla eilífð. Loks byrja hátíðahöldin. Konurnar verða að sjá fyrir söng og hljóðfæraslætti, en það gera þær á þann hátt, að þær klappa saman lófunum, eða berja saman tveimur lurkum, en um leið endurtaka þær tugum eða hundruðum sinnum eina stutta ljóð- línu, eins ogt. d. þessa: ,,Ó, hvílíkir eru fætur þínir, þú kengúru- fætti strákur“. Eftir þessum hljómleik dansa karlarnir. Stund- um stökkva þeir eins og kengúra, það er kengúru-dansinn, stund- um skríða þeir á fjórum fótum, það er hunda-dansinn, stundum stíga þeir orrustu-dansinn, og gera sig þá eins fyrirferðarmikla og agalega og frekast er unnt; allt af leggja þeir einhvern skiln- ing í „dansinn“. Loks fer að lýsa af degi, og máninn að fölna. Þá fyrst er skemmtunin á enda. Þreyttir leggja negrarnir sig til hvíldar eftir erfiði næturinnar, því brátt byrjar nýr dagur með nýju striti. Hjá Ástralíu-svertingjum eru kvenréttindin heldur í minna lagi, því svo má að orði kveða, að konan sé þræll mannsins. Sjald- gæft mun það mjög, að menn fari í biðilsbuxur, þegar þeir hyggj- ast til kvonfanga, öðru nær en svo sé. Víða í Ástralíu er það sið- ur, að maðurinn ræni brúðurinni. Hann leggst þá í leyni, þar sem hann veit, að hún muni eiga leið um, og þegar hún kemur í færi, ræðst hann að henni, og slær hana í rot með kylfu sinni. Síðan ber hann hana heim meðvitundarlausa, og upp frá því er hún konan hans, að minnsta kosti á meðan að hann getur varið hana fyrir ásælni annara. Margir kaupa sér konu fyrir ýms verð- mæti, svo sem spjót, kylfur, bogfleina o. s. frv., og sagt er, að konan sé því hamingjusamari, sem hún er keypt hærra verði. Hver maður má hafa eins margar konur og hann getur aflað sér og varið fyrir öðrum, en vanalega er konan að eins ein, og hlut- verk hennar í hjónabandinu er ekkert hnoss. Hún byggir hreys- ið, ef eitthvert er, og hún flytur þá fáu muni, sem fjölskyldan á, ef flutt er búferlum. Auk þess verður hún að hirða börnin, búa til mat handa manninum og' hlynna að honum. Hún verður að drasla veiðinni heim, ef hann nennir því ekki, og enda þótt hún fæði börn í heiminn, þá fær hún engu yfir þeim að ráða; faðirinn getur gert við þau sem hann vill. 1 fyrsta lagi getur hann ráðið því, hvort þau skuli lifa eða deyja, vanalega er hann ekki vanur að setja fleiri en þrjú á, einkum ef það eru meybörn, sem fæðast fram yfir þann fjölda. Þau börn, sem fá að lifa, mæta ágætri að- hlynningu, eftir því sem ástæður leyfa. Enda þótt móðirin sé þreytt og mögur, eru börnin allt af feit og sælleg, ekki sízt á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.