Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 22
84 NÁTTtTRUFR-. í ritum þeim, er um Fossvog fjalla, hefi eg hvergi fundið neitt um afstöðubreytingar láðs og lagar, né um loftslagsbreyt- ingar meðan stóð á myndun sælaganna, annað en það, að: „eine genauere Untersuchung wird vielleicht als wahrscheinlich er- geben, dass sowohl Klima als Meeresniveau schon wáhrend der Ablagerung der Interglacialbildungen Ánderungen erlitten^ (SjC.)1). í þessu efni virðist mér að hægt sé að verða nokkurs vísari- Ýmislegt bendir á, að sjór hafi farið dýpkandi meðan stóð á myndun neðsta hluta bakkanna. Eg skal hér nefna tvennt, er eg ætla að styðji þetta. Ef efni og kornstærð bakkanna er athug- uð í heild, þar sem þeir eru einna heillegastir, leynir sér ekki, að lögin eru grófust og sendnust neðst, en verða smátt og smátt fínkornóttari og leirkenndari eftir því, sem ofar dregur, allt til bakkanna miðra. Þetta er annað það, sem bendir á að dýpi hafi farið vaxandi, meðan þessi hluti bakkanna myndaðist. Hitt er^ að árshvörfin verða í þessum sama hluta, að öllum jafnaði, þynnri og þynnri, reiknað á sama hátt neðan frá og upp eftir. Hvort- tveggja virðist mér vera sönnun þess, að ströndin hafi fjarlægst og dýpi vaxið. Frá þessum kafla úr myndunarsögu bakkanna, er nefna mætti á íslenzku dýpkunarskeiðið (transgressionsfasen) r eru grágrýtishnullungar alltíðir í leirnum. Sennilega hafa þeir borist með jökum, er brotnað hafa framan af jöklum við strend- urnar í nágrenninu. Þegar jakarnir bráðnuðu, hafa hnullung- arnir fallið til botnsins og grafizt smátt og smátt í leirinn. Mér hefir ekki heppnast að finna menjar sædýra, er lifað hafa á dýpkunarskeiðinu. Sennilega hefir þá ríkt íshafskuldi við' strendurnar. Um miðja bakkana og ofanverða, er efni þeirra fínkornótt (leirsteinn). Lagskiptin eru orðin ógleggri. Þessi hluti bakkanna hefir myndazt á djúpskeiðinu (inundationsfasen). En þar, sem efstu lögin hafa ekki núist til fulls burtu af jöklum, má glöggt sjá, að í þeim fer kornastærðin aftur vaxandi upp á við talið, og- þau verða sendnari. Þá hefir landið aftur verið farið að rísa úr sjó (grynnkunarskeiðið = regressionsfasen). Frá djúpskeiðinu finnast elztu skeldýrategundirnar. Eru það eindregnar leirbotnstegundir. Gljáhnytla (Nucula tenuis)r J) Nánari rannsókn mun ef til vill ieiðn líkur til þess, að bæði loftslag og sjávarhæð hafi tekið breytingum á meSan að þessar „milliísamyndanir“ vorus að skapast.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.