Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 30
92 NÁTTÚRUFR. Finnlandi, Eystrasaltslöndunum og Þýzkalandi. Ættum við því að geta tekið okkur hana til fyrirmyndar. Fyrst hefir landinu verið skift niður í rannsóknarhéruð. Síð- an hafa verið fengnir menn til að gerast sjálfboðaliðar í hverju héraði til plöntusöfnunar og rannsókna. Sumum þeirra, er þurft hafa að ferðast langt til, hefir verið greiddur lítilsháttar ferða- styrkur, oftast undir 100 krónur á ári. Plöntusöfnunin, flóru- listar og aðrar athugasemdir hafa síðan verið sameinuð á einn stað undir stjórn þar til kjörinnar nefndar, sem annast hefir um endurskoðun þeirra, þ. e. nafngreiningu, röðun og skrásetningu. Hafa söfnin öll verið fengin Grasasafninu í Höfn. Bókfærslunni er þannig háttað, að allir fundarstaðir hverrar tegundar eru skráðir í þar til gerðar höfuðbækur, bæði eftir söfnunum og eldri upplýsingum. Þá eru einnig prentuð smákort yfir landið með marklínum rannsóknarhéraðanna, og eru tegundirnar, ein á hverju korti, teiknaðar þar eftir höfuðbókinni. Til rannsóknar þessarar í Danmörku fengust nægilega margir sjálfboðaliðar, svo að verkið vannst tiltölulega fljótt. En að söfn- uninni lokinni var tekið til að vinna úr efni því, er safnast hafði, og er slíkt ekki minna verk, enda er það enn í byrjun að kalla má. Rannsókn sú, sem hér er lýst er nær eingöngu það, sem kallað er ,,floristisk“ rannsókn, þ. e. fjallar um útbreiðslu tegundanna og einkenni þeirra hið ytra. Er og erfitt með stórum hóp sjálfboða- liða að framkvæma öðruvísi rannsókn, þegar gera má ráð fyrir,. að allra fæstir þeirra séu ,,lærðir“ á þessu sviði. En á nákvæmri ,,floristiskri“ rannsókn má aftur byggja margvíslegar líffræði- legar athuganir. Er hún þannig brautryðjandastarfið. Þá kem eg að því, er fyrir mér vakir í þessu efnf hér á landi- Fyrir tveimur árum síðan fékk eg styrk nokkurir frá Náttúru- fræðideild Menningarsjóðs, sem eg meðal annars skyldi nota til undirbúnings þessu máli, almennrar gróðurrannsóknar á Islandi. Fékk eg þá til reynslu nokkra sjálfboðaliða meðal nemendap. minna og kunningja, og tóku þeir til athugunarsmásvæði, hver í sínu nágrenni og sendu mér síðan plöntulista og nokkuð af plönt- um. Af þeirri tilraun lærði eg það, að kleift er að framkvæma verk, ef sjálfboðaliðar fást. Að vísu er það enn nokkur hindrun,. að enn eru eigi til kort yfir landið allt, en vitanlega verður þess ekki mjög langt að bíða héðan af, að herforingjaráðskortin komi út yfir allar byggðir landsins. Kostnað þann, er af starfinu leið- ir, ætti Menningarsjóður að bera eftir því sem fé er fyrir hendi. Skiftingu landsins í rannsóknai'héruð hefi eg hugsað mér

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.