Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 28
90 nattOrufr. Hér skal eigi fjölyrt um sögu íslenzkra náttúrurannsókna almennt, heldur vil eg að eins drepa á hið helzta, er gert hefir verið að gróðurrannsóknum, um leið og bent verður á viðfangs- efni á því sviði. Allmargir fræðimenn, bæði innlendir og erlendir, hafa á liðnum árum starfað að gróðurrannsóknum hér. Fremstur er- lendra manna mun Daninn Chr. Grönlund vera, og gaf hann út hina fyrstu Flóru landsins (Islands Flora Kbh. 1881). Var rit það margra góðra gjalda vert, þrátt fyrir harða dóma, er það fékk, og ýmsa galla, sem á því eru. En fremur litla þýðingu mun það hafa haft fyrir grasafræðiþekkingu íslendinga sjálfra, eða til að vekja áhuga þeirra á slíkum fræðum. Er það hvorttveggja, að Flóra Grönlunds er óheppileg byrjendabók, og auk þess rit- uð á danska tungu og með fáum og litlum fræðiorðaskýringum. En hún, ásamt ritum Grönlunds, hefir að geyma margar gróður- fræðilegar upplýsingar, er komið hafa fræðimönnum að notum. Sú grasafræðiþekking, er alþýða manna eignaðist fram eftir 19. öldinni, er runnin frá Grasafræði Odds Hjaltalín, en gróðurfræði- lega þýðingu hefir sú bók tæplega haft. Á síðustu áratugum 19. aldarinnar taka íslendingar sjálfir við þessum störfum, og af þeim, er fást við gróðurrannsóknir, ber sem kunnugt er, þá Stefán Stefánsson skólameistara og Dr. Helga Jónsson miklu hæst. Og þeim, eða einkum þó Stefáni, er beint og óbeint að þakka mest það, er þekking landsmanna á fræðum þess- um hefir aukizt, og sá fróðleikur, er unnizt hefir um gróðurríki lands vors. Um leið og Stefán fékk unnið það þrekvirki að semja Flóru sína, var landsmönnum gefinn lykillinn að gróðrarríki landsins, og um leið lagður grundvöllur undir framtíðarrann- sóknir. — Höfðu eftirkomendurnir því eigi annað að gera, en að byggja áfram á þeim trausta grundvelli, er þar er lagður. En Flóra Islands er fyrst af öllu lykill að gróðrarríkinu. Samkvæmt eðli sínu gat hún ekki gefið nokkrar tæmandi frá- sagnir um vaxtarháttu og útbreiðslu tegundanna, í einstökum héruðum. Að fá slíkt verk fullgjört er gjörsamlega ókleift einum manni, enda þótt hann gæti óskiftur sinnt því starfi. Það er furða hve langt hefir náðst í þeim efnum með Flóru. Nú þegar Flóra hefir verið almannaeign í aldarþriðjung, er því fullkomlega mál, ^ð hafist verði handa um gróðurrannsókn landsins í smáhlutum (botanisk-topografiska rannsókn). Hefir slík rannsókn þýðingu mikla, sem undirstaða annara rannsókna. Eru nágrannaþjóðir vorar þar langt á undan okkur í þeim eínum, hafa löndin verið

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.