Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 3
NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN 1933 65 Kolbeinsey. Útverðír Ísíands. (Framhald frá 2. árg., bls. 176). Eftir Bjarna Sæmundsson. 2. Kolbeinsey. tJt frá hinum mikla fjallaskaga, sem greinir Eyjafjörð frá Skjálfandaflóa, liggur mikið grunn nál. 30 sjómílur til hafs. Utarlega á því er Grímsey, norðanhalt við heimskautsbauginn, 22 sjóm. NNA af Gjögurtá. Svo dýpkar aftur, en 15 sjóm. N af Grímsey rís lítið grunn, með aðeins 34 m dýpi, úr djúpinu; það nefnist Hólsgrunn eða Hóllinn, og er vel þekkt af norð- lenzkum fiskimönnum. Kippkorn lengra til NV, á sjálfri Eyja- fjarðarálsbrúninni1), er enn eitt lítið grunn, nokkuru stærra en Hóllinn; yzt á því rís stórt sker úr hafi, ca. 40 sjóm. NNV af Grímsey og nál. 60 sjóm. í hánorður af Siglunesi (á 67° 10' n. br. og 18° 47' v. 1.), 200 sjóm. frá næsta stað á Grænlandi. Það er Kolbeinsey, útvörður norðurstrandar landsins, svo ein- kennilega settur, að þaðan er nákyæmlega jafn-langt til enda- punkta norðurstrandarinnar, tánna á Straumnesi við Aðalvík og á Langanesi. Kolbeinsey er svo lág, aðeins 15 m (50'), að það er langt frá því, að hún sjáist af vanalegum siglingaleiðum með Norður- x) Sjá kortið, sein fylgir Fiskabók höfundar. 5

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.