Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFR. 81 þannig, að gildari endinn er niðri í vatninu, en sá mjórri upp úr,. og í þessum stellingum eru mörg egg fest saman. Að nokkrum dögum liðnum eru eggin klakin, og lirfan kemur til sögunnar. Hún er að lögun löng og mjó, og spyrnir sér áfram með „halan- um“. Höfuðið er greinilega takmarkað gegn bolnum, tengt honum með grönnum „hálsi“. Á höfðinu eru tvö fjaðurlaga líffæri, en með þeim sópar lirfan öllum þeim lífverum, sem náð verður til, og við ráðið, inn í muninn. Á afturenda dýrsins eru tvær loftpípur, er opnast á enda tveggja leggja, og á aftasta lið líkamans eru blað- laga líffæri. Andpípurnar standa í sambandi við loftæðakerfið í líkamanum. í lygnu yfirborðinu marar lirfan í kafi með loftpíp- urnar einar upp úr. Jafnframt því sem hún andar, eru munn- burstarnir á stöðugri hreyfingu, til þess að afla þeirrar fæðu, er kann að berast að. Þegar hætta steðjar að, lokar hún loftpípunum að utan með smáflikum; sekkur þá lirfan til botns. En bráðum kemur hún upp aftur, og tekur sér sömu stöðu á ný. Þessu er gagnctætt farið með vatnsköttinn, sem er léttari en vatnið, og vcrður að halda sér niðri. Fullvaxin skiptir lirfan um ham í síðasta skipti, og verður að púpu. Breytingar verða miklar; andpípurnar að aftan hverfa, en í stað þeirra myndast tvö horn aftan við höfuðið. 1 þau mynna loftæðarnar hið innra. Púpurnar hafa nú gagnstæða stöðu lirf- unum í vatninu. Þær geta hreyft sig, í mótsetningu við svo margar aðrar púpur, sem eru óhreyfanlegar. — Eftir fáa daga er mý- flugan fullvaxin. Sprengir hún þá haminn; hann rifnar eftir hryggnum endilöngum. Hamurinn flýtur ennþá á vatninu eða við yfirborð þess, ennþá sleppir mýflugan honum ekki, en notar hann sem fley, á meðan að fætur og vængir losna úr læðingi. Loks rís hún upp á afturendann, ennþá eru fætur og vængbroddar fast- tengdir púpuskurninni, en eftir fárra mínúitna hvíld í þessum stellingum, hefir dýrið öðlast fullt frelsi, og flýgur nú á vængj- unum, sem loks eru orðnir harðir, út í hið víðáttumikla, nýja heim- kynni sitt, loftið. (Framhald). Þóroddur Guðmundsson. 6.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.