Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 20
82 nAttOrufr. Nokktir orð tim skeljalögín í Fossvogí. Skeljalögin í Fossvogi við Reykjavík eru all-merkilegar jarðmyndanir. Ýmsir útlendir jarðfræðingar, er hingað til lands- ins hafa komið, hafa athugað þær og ritað um athuganir sínar. Sá fyrsti, sem getur þeirra í riti, mun vera frakkneski jarðfræð- ingurinn Eugéne Robert (3.), er kom fyrst til íslands sumarið 1835 í fylgd með Paul Gaimard, þeim, er Jónas yrkir um. Margir fleiri merkir útlendir jarðfræðingar hafa síðar athugað lögin og getið um þau (ll,b.). Af íslenzkum jarðfræðingum hafa, mér vit- anlega, tveir skýrt opinberlega frá athugunum sínum í þessum efnum, þeir próf. Þorvaldur Thoroddsen (11,c.) og dr. Helgi Pét- urss (5,c.). Skeljalögin hvíla á ísnúnu grágrýti og sumstaðar á jökul- urð. Þau eru því mynduð eftir að jökultími hófst og skriðjöklar höfðu farið um undirstöðubergið. Skeljarnar, sem finnast í leir- lögunum, sýna aftur á móti ótvírætt, að lögin eru mynduð í auð- um sjó. Menn héldu því, allt til ársins 1904, þegar dr. Helgi Péturss reit „Athugasemd við jarðlög í Fossvogi“ o. s. frv. (5,a), að skeljalögin væru mynduð eftir jökultíma og skipuðu þeim á sama stað í jarðsögu landsins og hvarfleirslögum þeim, er finn- ast upp með Elliðaánni og innst við Grafarvog. En í umgetinni ritgerð sýndi dr. Helgi fram á, að ofan á sjálfum skeljalögunum í Fossvogi hvíldi einnig jökulurð, er eftir öllum staðháttum hlyti að vera yngri en lögin. En með því óx gildi Fossvogslaganna fyrir jarðfræði íslands. Með rökum var sannað, að þau væru mynduð á sjálfum jökultímanum, að jökulbreiða hefði ekist hér yfir nesin eftir að lögin urðu til og sædýr þau, er lifðu á þess- um slóðum, grófust í leirinn. Sú spurning hlaut því að vakna, hvort hér væri aðeins um að ræða lítilfjörlegan afturkipp í út- breiðslu jöklanna (Oscillation), er svaraði til smávægilegrar mildunar á jökultíma-loftslagi landsins, eða hvort hér hefði hlýn- að svo, að jöklar hefðu horfið til mikilla muna af landinu með- an stóð á myndun laganna. Það, sem upplýsingar gat gefið í þessum efnum, voru sædýraleifarnar, er geymst höfðu óskadd- aðar í leirnum. Við rannsókn á þeim kom í ljós, að engar teg- undirnar krefjast nú á tímum íshafskulda, en ýmsar þeirra aft- ur á móti lifa ekki norðan þeirra takmarka, er Golfstraumurinn nær til. Af dýralífi leirlaganna virtist mega ráða það, að hér væri

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.