Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 12
74 náttOrufr. ur, enda þótt hann væri í öllu öðrum jafn á friðartímum. Á hinn bóginn gat sá kæni oft og einatt komið sér áfram og létt af sér störfum, með því að gera fjöldanum það skiljanlegt, að hanra ætti vingott við andana. (Að mestu eftir Vilhelm Rasmussen: Australien). Á. F. Selur hlýðír messu. Stokkseyrarkirkja stendur á sjávarbakkanum, nokkra faðma frá sjó, og horfa dyrnar beint á sjó fram. Milli kirkjunnar og- sjávarins er öflugur sjávargarður og stórt hlið á skammt frá kirkjunni. Lending er í viki beint niður af hliðinu og stutt á milli. Einn sunnudag um haust, var fjölmenn ferming í kirkj- unni. Veður var kyrrt, sólarlaust og blítt loft, og óvenjulega hljóðglöggt síðari hluta dagsins. Fólk var flest í kirkju og sár- fátt á ferli um messuna. Loftið gerðist þungt í kirkjunni er á leið messuna, voru gluggar opnaðir, klukknaportið og dyrnar. Messan var löng og mikið sungið og spilað á orgelið. Einhver gekk út í sjógarðshliðið um messuna og sá eitthvað kvikt í flæð- armálinu, var það selur á að gizka þriggja missera gamall, og hlustaði hugfanginn á sönginn, er barst frá kirkjunni. Um. messulokin komu nokkrir menn fram í sjógarðshliðið, var kobbi þá kominn lengra upp á sandinn og hlustaði frá sér numinn á klukknahljóminn. Ekki leizt honum þó á þessa kristnu bræður sína, tók nokkrar fettur og skreiddist í sjóinn, fékk sér þar eina dýfu og lónaði svo burt í hægðum sínum. Eftir nokkra stund var hann horfinn út á milli skerjanna. Ekki er þess getið hvort hann hefir gerzt kristniboði meðal bræðra sinna í hafinu. Páll Bjarnason. Kínverjar hafa ekkert eiginlegt stafróf, heldur sæg af merkjum. Hvert merki táknar ekki staf, eins og í málum vesturlandaþjóða, heldur hugtak, t. d. hest, mann, fegurð o. s. frv. Þegar vesturlandaþjóðir rita, þurfa þær ekki nema tæpa 30 stafi, en þegar Kínverjar prenta blað, verða þeir a'S nota að minnsta kosti 6000 mismunandi merki, og sum þeirra eru svo flókin, að þau eru ger& úr 35 strikum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.