Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUPR. 87 miklar ályktanir af þessum fundi, þar sem eru aðeins tvö eintök. En þá má minna á það, sem áður er ságt, að engar þær tegundir, sem þekkjast frá Fossvogi, eru eindregið arktiskar. Á hinn bóginn bera margar þeirra frekar vott um hlýju (Fagurskel, Ragna- hyrna). Keilhack telur Balanus Hammeri Asc. frá Fossvogi. Um þessa tegund hrúðurkarla gildir auðvitað það sama og um aðr- ar hrúðurkarlategundir, að nota verður hana með mestu gætni, ef dæma skal út frá henni um sjávarhita og loftslag. En þó er Balanus Hammeri nokkuð sérstæður í þessu efni, sakir þess, hve hann heldur sig í djúpu vatni (sjaldgæfur á grynnra en 40—50 m.). Hans er ennþá hvergi getið þaðan sem sjávarhiti er nega- tívur. Samkvæmt H. Broch er hann ,,eine rein boreale Art, die zwar in boreoarktischen Mischgebieten in geringer Zahl vor- kommt, die aber in hocharktischen Gegenden bei negativer Temeratur nicht leben kann“ (1)1). Skeljaleifarnar í Fossvogi gefa hugboð um, hve geysimiklar breytingar hafa hlotið að ske á sjávarhita og loftslagi landsins, frá því jöklarnir skófu upp grágrýtið, sem undir skeljalögunum liggur, og þangað til þeir aftur óku saman þeim ruðningi, sem ofan á þeim hvílir. Eftir útbreiðslu tegundanna nú á dögum, verð- ur að ætla, að sjórinn kringum landið hafi ekki verið til muna kaldari, meðan efri hluti laganna myndaðist, en hann er nú. Og jöklarnir, sem bæði fyrir og eftir myndun sælaganna, hafa náð út til stranda, geta vart hafa verið mikið víðáttumeiri, en þeir eru á okkar dögum. í fljótu bragði vekur það sannarlega undrun, að menjar eftir slíkar breytingar skuli ekki þekkjast frá stærra svæði. — Skýringin á því virðist vera sú, að jöklarnir hafi skafið sæmynd- anirnar burtu héðan af nesjunum. Dr. Helgi nefnir (5,c.), að hann hafi fundið skeljabrot í jökulurð á Suðurnesi þar, sem engin sælög eru sjáanleg. Slíkt hið sama hefi eg fundið í ruðningi ofan á sælögum skammt fyrir austan Shell. Fossvogslögin eru máð og slitin eins og illa hirt handrit, og tjáir ekki um það að fást. Þau verða heldur ekki varðveitt frá glötun, um það sér Ægir. Hann er þegar á góðum rekspöl með að naga þau niður. En þeim mun dýrmætari heimildir eru þessi lög, í nágrenni Reykjavíkur, fyrir jarðsögu landsins. J) Eindregið kaldtempruð tegund, sem reyndar hittist stundum á takmörk- um kaldtempraða og kalda svæðisins, en getur þó ekki lifað í „kalda sjónum", þar sem hiti er undir núll.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.