Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 10
72 NÁTTÚRUFR. unga aldri. Þeim er sýnd mikil ástúð af foreldrunum; þau eru alin upp við fullt frelsi, en þó kennt allt það, sem til þess þarfr að heyja sigursæla baráttu fyrir lífinu. Þessa kennslu annast faðirinn á sonunum, en móðirin á dætrunum. Þegar börnin fara að nálgast fullan þroska, verða þau að sæta eins konar „fermingu“, en þó einkum drengirnir. Áður en athöfn þessi er framkvæmd, eru þeir settir út í skóg, og látnir svelta þar. Þegar hinn mikli dagur rennur upp, og athöfnin fer í hönd, er konum meinaður aðgangur að fermingunni, karlmenn standa á verði umhverfis staðinn, og sveifla spítu, sem bundin er í tóg, í hring, með miklum krafti, til þess að halda konunum burtu. Svo eru drengirnir settir inn í sannleika trúarbragðanna, djúp sár eru skorin — til prýði — í hið unga hold þeirra, og krónan á verkið er sett með því, að einn drengurinn er tekinn og brotin úr honum ein af framtönnunum. Þetta verður með þeim hætti, að gamall öldungur nálgast drenginn með prik í hendi, drengurinn opnar munninn, og karlinn lætur annan endann á prikinu nema við eina af framtönnum drengsins, og ber svo á hinn endann, þangað til framtönnin hrekkur í sundur. Þá er tönnin tekin og grafin inn í tré, en eftir það verður tréð örlagatré drengsins, á meðan það vex vel, er hamingjusól drengsins á lofti. — Um trúarbrögð Ástralíu-svertingja vita menn í raun og veru lítið, því þeim er það sammerkt flestum öðrum villtum þjóðum, að láta hljótt um slíka hluti. Svo mikið er þó víst, að þeir halda vofur eða anda vera á ferðinni svo að segja hvar sem er. Sálir hinna framliðnu búa, að þeirra hyggju, í trjám, hæðum, steinum og hólum; þegar vindurinn blæs í limi trjánna, eru andar á ferð- inni. Á daginn halda andarnir kyrru fyrir, en á nóttunni fara þeir á kreik, og því er bálið kynnt, til þess að þeim verði haldið í hæfilegri fjarlægð. Vitanlega stafa sjúkdómar einnig af völd- um vondra anda, en sú er bót í máli, að til eru í þjóðfélaginu menn, sem hafa áhrif í andaheiminum, og geta því fengið góða anda til þess að reka þá vondu úr líkama þess sjúka. Þessir á- hrifamenn eru þrennt í senn, prestar, læknar og galdramenn. Vitanlega eru áhrif þessara manna og læknakunnátta þeirra eklcert annað en blekking, sern „sauðsvartur“ almúginn trúir á, enda segir einn Ástralíu-farí svo frá aðferðum læi nisins: „Lækn- irinn tók langa leðuról, lét sjúklinginn bíta í annan enda henn- ar, en beit sjálfur í hinn. Síðan lét hann munnvatn, blandað blóði, drjúpa úr munni sér út á ólina, og lét þau ummæli fylgja,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.